fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

„Sýnist ég þurfa að endurskoða vinalistann minn“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 29. október 2017 00:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Ágústsson, frambjóðandi Bjartrar Framtíðar og eigandi Macland, segist þurfa að endurskoða vinalistann sinn á Facebook. Væntanlega eru það viðbrögð við kosningaúrslitunum sem eru jafnvel enn verri en svartsýnustu stuðningsmenn flokksins bjuggust við. Flokkurinn, sem sprengdi ríkisstjórnarsamstarfið sem leiddi til kosinganna, var að mælast í kringum 2% fylgi á undanförnum vikum. Samkvæmt nýjustu tölum er flokkurinn hins vegar aðeins með rúmt eitt prósent og missir því alla fjóra þingmenn sína.

Björt Framtíð hefur komist í valdastöðu bæði á lands og sveitarstjórnarstiginu. Nú sitja tveir ráðherrar fyrir flokkinn, þau Óttar Proppé heilbrigðisráðherra og Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra. Björt Framtíð á 11 kjörna fulltrúa á sveitarstjórnarstiginu og situr í meirihluta í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði, þremur stærstu sveitarfélögum landsins. Þeir fulltrúar hljóta því að vera uggandi um stöðu sína nú en sveitarstjórnarkosningar munu fara fram næstkomandi vor.

Hér eru myndir frá kosningavöku Bjartrar Framtíðar í Oddsson við Hringbraut.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Í gær

Ísraelar hefndu sín í nótt: Hvað gera Íranir núna?

Ísraelar hefndu sín í nótt: Hvað gera Íranir núna?
Fréttir
Í gær

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel
Fréttir
Í gær

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt