Sigmundur skýtur á Framsóknarflokkinn

Formaður Miðflokksins
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Formaður Miðflokksins

Það andaði köldu milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins og Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins í leiðtogaviðræðum á RÚV þegar tölur voru komnar úr öllum kjördæmum. Sigmundur virðist ætla að að vinna einn stærsta sigur nýs stjórnmálaafls síðan Albert Guðmundsson kom fram með Borgaraflokkinn árið 1987 og gæti jafnvel bætt það met. Sigmundur skaut á Framsóknarflokkinn og sagði að þeir hefðu boðið fram Lilju Dögg í öllum kjördæmum en Sigurður tók því fálega. Í ávarpi sínu á kosningavöku Miðflokksins talaði Sigmundur um „Miðflokksmanneskjuna“ í því samhengi.

Ein helsta spurningin varðandi stjórnarmyndunarviðræður hefur verið sú hvort Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn geti unnið saman. Talað hefur verið um Lilju Dögg sem mögulega brú milli Sigmundar og Sigurðar Inga en ómögulegt er að segja til um hvernig það muni spilast. Einnig er spurning hvernig aðrir flokkar taki á Sigmundi sem er augljós sigurvegari kosninganna, það er hvort þeir séu tilbúnir til að samþykkja kosningaloforð Miðflokksins um að gefa almenningi hlutabréf í Arion Banka og fleira.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.