fbpx
Fréttir

Logi: „Mér finnst kosningabaráttan hafa einkennst af mögnuðum leiðindum“

„Kannski fólki hafi eftir allt saman ekki fundist tilefni til stjórnarslita?“

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 28. október 2017 12:02

Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann sparar ekki stóru orðin þegar hann lýsir kosningabaráttunni. Gengið er til Alþingiskosninga í dag og segir Logi að baráttan hingað til hafi verið leiðinleg.

„Mér finnst kosningabaráttan hafa einkennst af mögnuðum leiðindum,“ segir Logi í Fréttablaðinu í dag. Eiginkona hans, Svanhildur Hólm, starfar sem kunnugt er sem aðstoðarkona Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins.

„Það sem er merkilegt er að það eru örfáir sem láta svona, það er ákveðið fólk sem virðist hafa endalausan tíma til að hjóla í fólk með óforskömmuðum hætti. Þetta er voða mikið umburðarlynt fólk. En það er greinilega kvóti á umburðarlyndinu,“ segir Logi sem bætir við að hann aðhyllist þá kenningu að fólk nái ekki frama í stjórnmálum nema með því að vera skemmtilegt.

Logi tjáir sig svo um kosningabaráttu flokkanna, hvað hafi staðið upp úr og hvað ekki. Hann segir að fulltrúar Viðreisnar virki dálítið týndir en formannsskipti, þegar Benedikt Jóhannesson steig til hliðar og Þorgerður Katrín tók við sem formaður, hafi verið fyrirsjáanleg.

„Kulnun“ er orð sem kemur upp í huga Loga þegar staða Bjartrar framtíðar ber á góma. „Þau eru bara búin á því. Það vill enginn vera nálægt þeim og smitast af vondu gengi þeirra. Kulnun í starfi, það er það sem mér dettur í hug. Kannski fólki hafi eftir allt saman ekki fundist tilefni til stjórnarslita?“

Umfjöllun Fréttablaðsins má lesa í heild sinni hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Í gær

Svarti pardusinn: Hann var kallaður Vofan – „Við skulum sjá hvort hún er hlaðin,“

Svarti pardusinn: Hann var kallaður Vofan – „Við skulum sjá hvort hún er hlaðin,“
Fréttir
Í gær

Segir að Austur verði lokað í kvöld: Harðvítugar deilur – „Við erum búin að skila leyfinu og loka staðnum“

Segir að Austur verði lokað í kvöld: Harðvítugar deilur – „Við erum búin að skila leyfinu og loka staðnum“
Fyrir 2 dögum

Þið þurfið ekki að taka við þessu öllu

Þið þurfið ekki að taka við þessu öllu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fylgstu með öllum leikjunum í enska boltanum á 433

Fylgstu með öllum leikjunum í enska boltanum á 433