Kennitöluflakkarar hlutu stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar

Stjórnendur fyrirtækisins tengjast slóð gjaldþrota og vanefnda á opinberum gjöldum - Í rannsókn hjá skattinum

Gífurleg reiði er meðal verktaka vegna þess að fyrirtækið Work North ehf. varð hlutskarpast í baráttunni um stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar.
Sementsverksmiðjan á Akranesi Gífurleg reiði er meðal verktaka vegna þess að fyrirtækið Work North ehf. varð hlutskarpast í baráttunni um stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar.
Mynd: Mynd: SMJ

„Menn eru gríðarlega ósáttir við að ríki og borg séu að koma löppunum undir svona aðila sem hafa svikið og prettað alla tíð. Þessir aðilar borga engin opinber gjöld og setja síðan fyrirtæki ítrekað í þrot. Það er ekki hægt að keppa við svona aðila og það er ótrúlegt að þeim sé heimilt að taka þátt í útboðum hjá ríki og borg,“ segir ósáttur verktaki í samtali við DV. Að hans sögn kraumar mikil reiði meðal kollega hans varðandi þá staðreynd að opinberir aðilar eins og Hafnarfjarðarbær og Akraneskaupstaður hafi gengið til samninga við fyrirtækið Work North ehf. um stór niðurrifsverkefni. Aðilar tengdir fyrirtækinu tengjast slóð gjaldþrota og eru til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra vegna ýmissa brota.

Sat í gæsluvarðhaldi útaf Brotafls-málinu

Stjórnarmaður og prókúruhafi Work North ehf. er Þórkatla Ragnarsdóttir, eiginkona Sigurjóns G. Halldórssonar, gjarnan kenndur við Brotafl. Talsvert var fjallað um meint brot fyrirtækisins á síðasta ári en fyrirtækið er enn til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra. Um tíma þurftu Sigurjón og Þórkatla að sitja í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarinnar. Ferill Sigurjóns er skrautlegur en hann hefur rekið mörg fyrirtæki í þrot á undanförnum áratugum.

Í vikunni var tilkynnt um að Akraneskaupstaður hefði gengið til samninga við Work North ehf. vegna niðurrifs á mannvirkjum Sementsverksmiðjunnar. Um er að ræða eitt stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar og því voru margir áhugasamir verktakar um hituna. Þegar tilboðin voru opnuð kom í ljós að Work North ehf. var með lægsta tilboðið, eða 175 milljónir króna. Kostnaðaráætlun verkfræðistofunnar Mannvits hljóðaði upp á rúmlega 326 milljónir króna og því var tilboð Work North aðeins um 54% af kostnaðaráætluninni.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.