fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Dómur vekur reiði: Maður sýknaður af nauðgun gegn sambýliskonu sem hann beitti grófu ofbeldi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 27. október 2017 20:00

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur Héraðsdóms Reykjaness gegn manni sem sannað þykir, meðal annars vegna játningar hans, að hafi beitt sambýliskonu sína grófu ofbeldi og svipt hana frelsi, hefur vakið athygli en maðurinn er sýknaður af ákæru um nauðgun á meðan hann er sakfelldur fyrir ofbeldi gegn konunni. Þykir mörgum sérkennilegt að samfarir sem áttu sér stað í miðri frelsissviptingunni hafi getað verið með samþykki konunnar.

Lesa má dóminn hér. Kemur þar fram að maðurinn játar að hafa slegið konuna margsinnis í höfuð og andlit og rifið í hér hennar. Stærsti áverkinn á konunni eftir ofbeldið var rof á hljóðhimnu en í dómnum segir meðal annars um áverkana:

Vitnið C læknir skýrði frá því að brotaþoli hefði sagt vitninu frá því á neyðarmóttöku að kærasti brotaþola hefði gjörsamlega trompast og ráðist á hana, barið hana ítrekað, sérstaklega í andlitið, og síðan þröngvað henni til samfara, það er haft við hana samfarir með getnaðarlim í leggöng án þess að hafa sáðlát og ekki notað verju. Vitnið kvaðst hafa skoðað áverka á brotaþola. Helstu áverkar á brotaþola hefðu verið í andliti og hefði brotaþoli kvartað yfir höfuðverk. Við skoðun hefði brotaþoli verið marin á augnlokum og undir báðum augum. Einnig marin á hægri vanga og á höku, með kúlu á enninu og bólgu og mar á nefi og blóðstorku á vörunum. Þá hefði brotaþoli verið með marbletti, sérstaklega á upphandleggjum báðum megin, og með mar og hrufl á hnjám og sköflungi báðum megin og aftan á baki. Áverkar á andliti bentu til þess að brotaþoli hefði fengið hnefahögg í andlitið. Áverkar á upphandleggjum gátu samrýmst því að tekið hefði verið þéttingsfast í upphandleggina á brotaþola. Hefði brotaþoli talað um það að henni hefði verið hrint og að hún hefði lent á hnjánum. Þar var brotaþoli með hrufl sem gat alveg staðfest frásögn hennar.

Konan fór á neyðarmóttöku vegna ofbeldisins og þar sagði hún manninn hafa beitt sig kynferðisofbeldi auk líkamlegs ofbeldis. Um það segir í dómnum:

Vitnið J, hjúkrunarfræðingur á neyðarmótttöku skýrði frá því að hún hefði rætt við brotaþola á neyðarmóttöku aðfaranótt 5. janúar 2017 með túlki. Hefði brotaþoli greint frá því að hún hefði orðið fyrir ofbeldi af hálfu kærasta síns sem hefði ráðist á hana og beitt hana kynferðisofbeldi. Hann hefði slegið hana ítrekað í andlitið og rifið í hárið á henni. Þá hefði brotaþoli sagt að hún hefði orðið fyrir kynferðisbroti sem hún lýsti sem samförum í leggöng en ákærði hefði ekki fengið sáðlát. Þá kvaðst vitnið hafa spurt brotaþola um það hvort hún hefði haft munnmök við ákærða, en því hefði brotaþoli svarað neitandi. Vitnið sagði brotaþola hafa verið ótrúlega rólega, en henni hefði sýnilega liðið mjög illa. Hún hefði ekki verið undir áhrifum áfengis.

Vægur dómur og sýknaður af nauðgunarákæru – Hörð viðbrögð við dómnum

Sem fyrr segir sýknaði dómurinn manninn af ákæru um nauðgun og taldi ekki sannað að manninum hefði átt að vera ljóst að samfarirnar væru ekki gegn vilja konunnar. Konan segist þó hafa beðið manninn um að hætta en maðurinn segir að hún hafi ekki hreyft neinum mótmælum.

Maðurinn er dæmdur í 12 mánaða fangelsi en þarf af eru 9 mánuðir skilorðsbundnir og er því fangelsisdómurinn aðeins 3 mánuðir. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða konunni 800.000 krónur í miskabætur.

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Dómurinn hefur vakið hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum í dag. Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu, skrifar meðal annars á Facebook:

„Í dómi héraðsdóms segir að það þyki sannað að maðurinn hafi veist á alvarlegan hátt að konunni með þeim afleiðingum sem lýst er hér að ofan, svipt hana frelsi um stund og haldið henni nauðugri á heimili þeirra og hótað henni lífláti.“ Og á sama tíma á konan að hafa verið viljug til kynmaka með manninum. Orð gegn orði og hann fær að njóta vafans. Konunni var jafnframt óbeint meinað að gefa skýrslu við aðalmeðferð þar sem dómarar féllust ekki á beiðni hennar um að vísa geranda úr sal.
Ég er orðlaus!!!!!*

Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, vekur athygli á þingfrumvarpi Viðreisnar þar sem lagt er til að breyting gerði gerð á skilgreiningu á nauðgun í lögum. Jón Steindór skrifar:

Jón Steindór Valdimarsson
Jón Steindór Valdimarsson

Mynd:

„… ömurleg niðurstaða – hér hefði frumvarpið um breytta skilgreiningu á nauðgun sem Viðreisn hefur lagt getað skipt sköpum … C Viðreisn …“

Frumvarpið á lesa hér.

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir

Ragnhildur Sverrisdóttir, almanntengill og fyrrverandi blaðamaður, skrifar:

Hann lét höggin dynja á henni. Hún var með áverkana til að sanna það. En hún gat ekki sannað að hann hefði nauðgað henni. Líklegast að samræði hafi verið með fullu samþykki hennar. Er eitthvað í samskiptum þeirra sem gefur annað í skyn? Bíddu nú við . . . látum okkur sjá . . . neibb, allt í góðu bara. Move along folks, nothing to see here!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis