fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ótrúleg heppni og ótrúleg ráðgáta – Hugsanlega þarf að endurskrifa sögu mannkyns

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. október 2017 07:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskir fornleifafræðingar hafa fundið 9,7 milljón ára gamlar tennur sem talið er að séu úr forfeðrum nútímamannsins. Ef rétt reynist þá þarf hugsanlega að endurskrifa mannkynssöguna en „Lucy“ sem hefur verið nefnd fyrsta manneskjan var uppi fyrir 3,2 milljónum ára í Eþíópíu í Afríku. Það er því ansi langt bil á milli Lucy og þess sem var með tennurnar sem fundust í Þýskalandi.

Tennurnar, sem eru tvær, fundust þegar fornleifafræðingar voru við uppgröft nærri Eppelsheim, sem er sunnan við Frankfurt. Svæðið er vinsælt rannsóknarsvæði meðal fornleifafræðinga.

The Independent skýrir frá þessu.

Tilkynnt var um þetta á miðvikudaginn í Mainz í Þýskalandi. Fram kemur að tennurnar séu 4-5 milljónum ára eldri en elstu leifar forfeðra nútímamannsins sem fundist hafa fram að þessu en þær fundust í Afríku.

Önnur tönnin er lík tönnum úr frumstæðum forfeðrum mannkynsins, sem nefnast hominins, en slíkar tennur hafa aðeins fundist í Afríku fram að þessu auk þess sem tennurnar sem hafa fundist í Afríku eru milljónum ára yngri. Áðurnefnd Lucy var af einni undirtegund hominins, Australopithercus afarensis, eftir því sem fram kemur á vef sciencealert.com.

Eitt það allra merkilegasta við tennurnar er að þær fundust í Evrópu en ekki í Afríku sem hefur verið talin vagga mannkynsins fram að þessu. Þetta vekur því upp spurningar um hvort mannkynið hafi í raun og veru orðið til í Afríku.
Die Welt segir að vísindamönnum hafi verið svo brugðið yfir þessum merka fundi að þeir hafi beðið í heilt ár með að skýra frá honum. Merkurist hefur eftir Herbert Lutz, forstjóra náttúrufræðisafnsins í Mainz og stjórnanda rannsóknarinnar, að tennurnar séu úr öpum. Þær líkist þeim sem hafa fundist í Afríku sem eru fjórum til fimm milljónum ára yngri en þær sem fundust í Eppelsheim.

„Það var mikil heppni að finna tennurnar en um leið er þetta mikil ráðgáta.“

Sagði Lutz og bætti við að þrátt fyrir að fyrsta rannsóknin um tennurnar hafi nú verið gefin út þá sé „alvöru vinnan“ við að leysa ráðgátuna rétt að hefjast.

Steingervingar hafa sýnt að apar voru í Evrópu fyrir milljónum ára en ekki hafa áður fundist sannanir fyrir að þeir hafi tengst forfeðrum mannkynsins. Talið er að forfeður nútímamannsins hafi byrjað að leita út fyrir Afríku fyrir um 100.000 árum og þá til Asíu og Evrópu. Því vaknar sú spurning úr hverjum nýfundnu tennurnar eru og hvernig stendur á því að þær voru í Þýskalandi?

En ekki eru allir sannfærðir um að tennurnar séu úr forfeðrum nútímamannsins. Sumir telja að líklega séu tennurnar úr fjarskyldum prímötum sem nefnast hominoids en ekki hominins.

Bence Viola, mannfræðingur við University of Toronto í Kanada, sagði í samtali við National Geographic að hann telji að hér hafi menn hlaupið aðeins á sig. Tennurnar séu greinilega ekki úr prímata af tegund hominin og ekki heldur af tegundinni hominoid. Tennurnar séu líklegast úr einstaklingi úr fjarskyldari hóp, pliopithecoids.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“