fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Lögregla fann lík við leit að þriggja ára stúlku: Var refsað og send ein út um miðja nótt

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 23. október 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Texas tilkynnti í morgun að lík hefði fundist við leit að þriggja ára stúlku, Sherin Mathews, sem saknað hefur verið í hálfan mánuð.

Málið þykir óhugnanlegt enda var stúlkan send út klukkan þrjú um nótt í refsingarskyni fyrir að haga sér illa. Fjölmennt leitarlið hefur leitað að Sherin undanfarnar tvær vikur, eða frá 7. október þegar hún hvarf.

Lögregla hefur ekki staðfest að líkið sem fannst sé af Sherin en tilkynnti þó að hún hefði enga ástæðu til að ætla að svo væri ekki. Líkið fannst í undirgöngum skammt frá heimili fjölskyldunnar, en vitað er sléttuúlfar halda til á svæðinu.

Faðir hennar, Wesley Mathews, hefur verið handtekinn vegna málsins. Hann tjáði lögreglu að hann hafi sent stúlkuna út, farið að þvo þvott og þegar hann fór að athuga með hana stundarfjórðungi síðar var hún horfin. Hann tilkynnti um hvarfið fimm klukkustundum síðar.

Sherin var ættleidd frá munaðarleysingjaheimili á Indlandi fyrir tveimur árum. Stúlkan glímdi við væga þroskaskerðingu og sagðist Wesley hafa brugðist illa við þegar hún vildi ekki drekka mjólk sem hann hafði látið hana fá.

Móðir Sherin var sofandi þegar atvikið átti sér stað, að því er talið er. Hjónin eiga fjögurra ára dóttur fyrir og hefur henni verið komið fyrir hjá félagsmálayfirvöldum meðan rannsókn á málinu stendur yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu