fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Læknir dæmdur til dauða

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 23. október 2017 15:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ahmadreza Djalali, læknir og vísindamaður við Karólínska sjúkrahúsið í Svíþjóð, hefur verið dæmdur til dauða í Íran. Djalali þessi var handtekinn í apríl 2016 og sakaður um guðlast og njósnir.

Djalali er með ótímabundið dvalarleyfi í Svíþjóð en þangað fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni, konu og tveimur börnum, fyrir mörgum árum. Hann starfaði við rannsóknir á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi.

Lina Eidmark, fulltrúi hjá sænska utanríkisráðuneytinu, sagði í samtali við TT í Svíþjóð að samkvæmt upplýsingum hefði Djalali hlotið dauðadóm í heimalandi sínu. Unnið væri að því að fá endanlega staðfestingu þess efnis.

Djalali er sem fyrr segir með ótímabundið dvalarleyfi í Svíþjóð en er ekki sænskur ríkisborgari. Það gerir sænskum yfirvöldum erfitt fyrir í málinu en þó segir Lina að sænsk yfirvöld muni reyna eftir fremsta megni að aðstoða Djalali.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis