fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Inga Sæland biðst afsökunar

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 23. október 2017 12:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, biðst formlega afsökunar á að hafa notað ljósmynd þar sem af listaverkið Sólfar var í forgrunni á haustþingi flokksins. Hún segir að engin ráðagerð hafi búið að baki um að brjóta gegn höfundarrétti á listaverkinu.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flokknum. „Þessi notkun á ljósmyndinni þar sem Sólfarið birtist var gerð í góðri trú. Var ljósmyndinni einungis ætlað að sýna fagra haustmynd með tignarlegt útilistaverk í forgrunni. Engin ráðagerð bjó að baki um að brjóta gegn höfundarrétti á listaverkinu. Flokki fólksins er ljúft og skylt að biðjast afsökunar á þeim leiðu mistökum að hafa ekki leitað samþykkis rétthafa höfundarréttar að listaverkinu Sólfar eftir Jón Gunnar Árnason. Sólfarið hefur verið fjölmörgu fólki aðdáunarefni enda ber það vitni um stórbrotinn listamann,“ segir í tilkynningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”