Fréttir

Um 800 dómsmál gegn íslamistum í Þýskalandi það sem af er ári

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 22. október 2017 09:30

Íslamskir hryðjuverkamenn verða sífellt fyrirferðarmeiri í Þýskalandi. Alls hafa 900 dómsmál tengd hryðjuverkum verið rekin í Þýskalandi á þessu ári og þar af eru 800 gegn íslömskum hryðjuverkamönnum. Ýmist er um að ræða misstór hryðjuverk eða áform um hryðjuverk.

Allt árið í fyrra voru 250 mál vegna hryðjuverka og því ljóst að vandinn hefur margfaldast.

Varaformaður Frjálsa demókrataflokksins (FDP), Wolfgang Kubicki, segir að fjölga þurfi starfsfólki í dómskerfinu vegna þessara mála auk þess sem hann leggur til að hryðjuverkamönnum sem ekki hafa þýskan ríkisborgararétt verið vísað tafarlaust úr landi.

Hann segir jafnframt að eftirlit með íslömskum öfgamönnum eftir að þeir haf afplánað refsingu sé nauðsynlegt og segir hann að í einstaka tilfellum þyrfti jafnvel að beita rafrænu eftirliti með ökklabandi.

Barbara Havliza, dómari við héraðsdómstólinn í Düsseldorf, varar við innrætingu íslamskra öfgamanna gagnvart öðrum föngum í fangelsum.

Heimild: Bild

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 8 klukkutímum

Með og á móti: Lúpína

Með og á móti: Lúpína
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Þungur Pungur hraunar yfir Áttuna: „Hreinasti peningaþvottur“

Þungur Pungur hraunar yfir Áttuna: „Hreinasti peningaþvottur“
í gær

Við erum líklega að taka HM aðeins of langt

Við erum líklega að taka HM aðeins of langt
Fréttir
í gær

Trumpklíkan hefur tekið völdin í Repúblikanaflokknum og enginn þorir að gagnrýna hana

Trumpklíkan hefur tekið völdin í Repúblikanaflokknum og enginn þorir að gagnrýna hana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áhrif HM á samfélagið: Skólplagnir ættu að halda

Áhrif HM á samfélagið: Skólplagnir ættu að halda
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskar konur áhugasamari en kynsystur þeirra í Evrópu um íþróttir

Íslenskar konur áhugasamari en kynsystur þeirra í Evrópu um íþróttir