Kona handtekin vegna gruns um morð eftir að ungbarn féll út um glugga

Frá vettvangi harmleiksins í Bradford
Frá vettvangi harmleiksins í Bradford

Mikill harmleikur átti sér stað á Barkerend Road í Bradford á Englandi í gær er 18 mánaða drengur féll út um glugga á sjöttu hæð og niður á götu og lét lífið. Tuttugu og þriggja ára kona er í haldi lögreglu, grunuð um að hafa hent drengnum út um gluggann.

Ekki kemur fram í fréttum hvort konan var móðir drengsins en að sögn lögreglu hefur fjölskyldu barnsins verið veitt áfallahjálp. Konan sem er í haldi lögreglu vegna málsins hefur einnig fengið læknishjálp en ekki kemu fram hvers vegna.

Heimild: Metro

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.