fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Þuríður Harpa Sigurðardóttir nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 21. október 2017 12:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þuríður Harpa Sigurðardóttir var í morgun kjörin nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands á aðalfundi ÖBÍ. Þuríður Harpa tekur við af Ellen Calmon, sem hefur verið formaður bandalgsins síðustu tvö kjörtímabil eða frá 2013.

Þuríður Harpa fékk 68 atkvæði í formannskjörinu en Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV Ísland, fékk 58 atkvæði.

Þuríður Harpa er með BA próf í grafískri hönnun frá Myndlistar- og handíðaskóla Íslands. Hún lauk diplómanámi í fötlunarfræðum frá Háskóla Íslands 2015. Síðustu 13 ár hefur hún gengt starfi framkvæmdastjóra prentsmiðju og auglýsingastofu á Suðárkróki, og meðal annars gefið vikulega út svæðisfréttablað og dagskrárblað auk ýmissa prent- og hönnunarverkefna. Frá 2011 hefur Þuríður Harpa verið formaður Sjálfsbjargar í Skagafirði og er í dag varaformaður landssambands Sjálfsbjargar. Þá situr hún einnig í stjórn Sjálfsbjargarheimilisins. Hún hefur einnig starfað í vinnuhópum á vettvangi ÖBÍ þar sem fjallað hefur verið um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þá hefur Þuríður Harpa átt sæti í málefnahópi ÖBÍ um sjálfstætt líf, komið fram á ýmsum málþingum og ráðstefnum um málefnið og skrifað greinar í blöð.

„Ég mun hafa samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að leiðarljósi í mínum störfum,“ segir Þuríður Harpa. „Samninginn þurfum við að fá lögfestann til að hann veiti okkur þau réttindi og þann slagkraft sem þarf í mannréttindabaráttunni. Fátækt, útskúfun, mismunun eða misrétti á ekki að líðast. Þá legg ég áherslu á lögfestingu á NPA (notendastýrðri persónulegri aðstoð) og baráttu fyrir bættu kjörum örorkulífeyrisþega, fatlaðs fólks og langveikra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Í gær

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Í gær

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk