fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Kona handtekin vegna heimilisofbeldis

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 21. október 2017 08:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöld handtók lögreglan konu í Hafnarfirði vegna gruns um heimilisofbeldi. Var konan vistuð í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins en ekki er vitað meira um málið.

Þetta kemur fram í Dagbók lögreglunnar en þar segir einnig frá því að kl. 00:50 í nótt var maður handtekinn í Spönginni, grunaður um líkamsárás. Maðurinn hótaði einnig lögreglumönnum og var vistaður í fangaklefa. Á sama stað var annar maður handtekinn fyrir að tálma störf lögreglu og var hann einnig vistaður í fangaklefa.

Rétt fyrir klukkan átta í gærkvöld var tilkynnt um eld í ruslageymslu fjölbýlishúss í austurborginni. Reyndist eldurinn vera minniháttar og slökkti slökkvilið hann greiðlega.

Laust eftir klukkan eitt í nótt var tilkynnt um innbrot í húsnæði Tjaldsvæðisins í Laugardal. Ekkert frekar er vitað um málið.

Nokkuð var um ölvunarakstur í nótt, minniháttar umferðaróhöpp og tilvik þar sem lögregla stöðvaði réttindalausa ökumenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat