fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Hryllilegt blóðbað í Þýskalandi: Stjórnmálakona, eiginmaður hennar og elskhugi öll látin

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 21. október 2017 10:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í bænum Eislingen í Suður-Þýskalandi fann kona í gær þrjú lík í BMW-bifreið. Hinn hryllilegi líkfundur átti sér stað í bílakjallara. Ekki löngu eftir að lögregla kom á vettvang voru borin kennsl á hin látnu. Þetta voru þau Cornelia Jehle, 56 ára gömul, þekkt stjórnmálakona í flokknum Frjálsir demókratar (FDP), 26 ára gamall elskhugi hennar og 56 ára gamall eiginmaður Corneliu, Markus Jehle, en þau höfðu slitið samvistum.

Cornelia og ástmaður hennar höfðu verið skorin á háls með eldhúshníf en lík þeirra voru í framsætinu. Líkið af Markus var í aftursætinu og voru á því fjölmörg skotsár. Ekki er fullsannað hver skaut hann en mestar líkur eru taldar á sjálfsmorði og allt bendir til þess að hann hafi myrt eiginkonu sína og ástmann hennar.

Fólkið hafði áður komið við sögu lögreglu vegna áreitni Markusar í garð Corneliu og ástmanns en hann er sagður ekki hafa getað sætt sig við skilnaðinn og samband hennar við unga manninn. Hafði Cornelia fengið úrskurðað nálgunarbann á hann.

Markus er sagður hafa skilið eftir sig bréf sem er í vörslu lögreglunnar og hefur efni þess ekki verið gert opinbert.

Heimild: Bild

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt