Hnífamaður gekk berserksgang í München

Lögreglumenn á vettvangi í München í morgun
Lögreglumenn á vettvangi í München í morgun

Maður um fertugt réðst á vegfarendur á mismunandi stöðum í miðbæ München í Þýskalandi í morgun og særði samtals fimm manns. Enginn er alvarlega slasaður.

Maðurinn er sagður um fertugt, tæplega meðalmaður á hæð og skolhærður. Hann fór um á svörtu reiðhjóli.

Fjölmargir lögreglumenn úr öryggislögreglunni voru kallaðir á vettvang auk sjúkraliðs. Þá flaug lögregluþyrla yfir svæðið.
Nýjustu fréttir herma að maðurinn hafi verið handtekinn. Ekki er vitað um ástæðu ódæðisins né hafa verið gefnar upp frekari upplýsingar um manninn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.