fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Glæsileg viðurkenning til Sjálfsbjargar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 21. október 2017 14:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frumbjörg – Frumkvöðlamiðstöð Sjálfsbjargar hlaut verðlaun fyrir besta framtakið í frumkvöðlavistkerfinu (e. Best Ecosystem Initiative) á Norðurlöndum árið 2017. Keppt var í 15 flokkum og var Frumbjörg eina íslenska verkefnið sem hlaut verðlaun, en Íslendingar áttu fulltrúa í öllum flokkum. Verðlaunin voru veitt í Stokkhólmi síðastliðinn miðvikudag á hátíðinni Nordic Startup Awards, en viðburðurinn er árleg hátíð þar sem eftirtektarverðum sprotafyrirtækjum eru veitt verðlaun fyrir hugmyndir og árangur. Frumbjörg mun því fara til Kína á næsta ári til að keppa í heimskeppni frumkvöðlafyrirtækja, Global Startup Awards.

Frumbjörg er frumkvöðlamiðstöð Sjálfsbjargar og var stofnuð af Brandi Karlssyni árið 2016. Tilgangur Frumbjargar er að styðja við nýsköpunarverkefni í velferðar- og heilbrigðistengdri nýsköpun, með sérstakri áherslu á að notendur og hagsmuna aðilar fái aðgang að nýsköpunarferlinu sjálfu. Þannig geta þeir sem eru að vinna að slíkum verkefnum, þá sérstaklega fatlaðir frumkvöðlar sem hafa hugmyndir að lausnum sem höfða til þeirra, fengið auðveldari aðgang að frumkvöðla vettvangnum með öflugu tengslaneti, aðstöðu til sköpunar og jafnvel skrifstofuaðstöðu í Sjálfsbjargarhúsinu.

Halldór Axelson, sem er einn helsti sérfræðingur landsinns í tækni fljóvirkar frumtýpusmíðar ásamt meðstofnandi Frumbjargar, og Hafliði Ásgeirsson verkefnastjóri hjá Frumbjörgu tóku á móti verðlaunum í Stokkhólmi. Vert er að taka fram að Brandur hefði aldrei geta tekið á móti verðlaunum þar sem aðgangur fyrir hjólastóla var ekki til staðar.

Brandur stofnaði Frumbjörgu með hópfjármögnun á Karolina Fund þar sem um 39.000 dollarar söfnuðust. Verkefnið hefur einnig fengið stuðning frá Reykjavíkurborg, iðnaðarráðuneytinu og velferðarráðuneytinu. Hægt er að styðja Frumbjörgu á heimasíðunni frumbj.org.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“