Rakari liggur á gólfinu þegar hann klippir einhverfan strák

Hárgreiðslumaður nokkur er óhræddur við að fara óhefðbundnar leiðir þegar kemur að því að klippa viðskiptavini hans sem greindir eru með einhverfu. Hárgreiðslustofur geta jú verið hávaðasamar og ógnandi staðir.

Það eru líklega ekki margir hárgreiðslumenn sem ganga jafn langt til að mæta þörfum viðskipta vina sinna eins og Franz Jacob.

Franz hefur nokkra viðskiptavini sem greindir eru með einhverfu og veit hann því að oft þurfa þeir svolítið öðruvísi þjónustu.

Mynd af Franz hefur nú farið um Internetið eins og eldur í sinu en þar liggur hann á gólfinu að klippa hárið á Wyatt Lafreniérsem er sex ára gamall einhverfur drengur.

Móðir drengsins deildi myndinni með fyrirsögninni „Hversdags hetja“. Segir hún í viðtali við CBC að Franz sjái um allt saman þegar kemur að því að fara með Wyatt í klippingu og að hún þurfi ekki að hjálpa til við neitt.

Áður en mæðginin kynntust Franz og þurftu að mæta í klippingu þá fór hárgreiðslufólkið alltaf á taugum þegar þau sáu Wyatt og því var mjög óvenjulegt fyrir þau að hitta mann eins og Franz.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.