fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Íslensk pólitík þarf að breytast

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 20. október 2017 09:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir, ritstjóri DV.

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar:

Um eitt og hálft ár er liðið síðan baráttumaðurinn Kári Stefánsson afhenti íslenskum stjórnvöldum undirskriftir rúmlega 85 þúsund Íslendinga sem fóru fram á að 11 prósentum af vergri landsframleiðslu yrði varið í rekstur heilbrigðiskerfisins. Þessi undirskriftasöfnun er sú fjölmennasta í Íslandssögunni. Ráðamenn lögðu við hlustir eða þóttust allavega gera það. Þeim er einkar lagið að sýnast áhugasamir þegar þeir finna fyrir þrýstingi þjóðarinnar. Yfirleitt hlusta þeir þó ekki lengi og lítið sem ekkert verður úr framkvæmdum.

Þegar boðað var til kosninga fyrir tæpu ári virtist stjórnmálamönnunum sérlega umhugað um heilbrigðiskerfið. Eftir kosningar gerðist hins vegar ekkert í þeim málum. Það má virða ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar til vorkunnar að henni gafst ekki mikill tími til aðgerða. Hinu verður þó ekki á móti mælt að hún virtist aldrei áhugamikil um að beita sér fyrir eflingu heilbrigðiskerfisins og ekkert bendir til að hún hefði vaknað til lífsins í þeim efnum hefði valdatími hennar orðið lengri.

Skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt að almenningur vill að stjórnmálamenn setji heilbrigðismál í forgang. Það vilja stjórnmálamennirnir alltaf gera fyrir kosningar, en áhuginn er merkilega fljótur að dvína að þeim loknum.  Hið sama virðist vera uppi á teningnum nú. Efling heilbrigðiskerfisins er ofarlega á loforðalista stjórnmálamanna sem tala fjálglega um vilja sinn til að beita sér þar. Kjósendur vita hins vegar að það er lenska að svíkja kosningaloforð við fyrsta tækifæri. Þessi vitneskja kjósenda á vitaskuld sinn þátt í því að þeir vantreysta stjórnmálamönnum. Af hverju að treysta þeim sem standa ekki við orð sín?

Stöðugt berast vondar fréttir úr heilbrigðiskerfinu. Við vitum allt um þrengslin, sjúkrarúm á göngum og manneklu. Starfsfólk þarf iðulega að sýna útsjónarsemi við erfiðar aðstæður, álagið er mikið og mjög reynir á þrek þess. Í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að 570 hjúkrunarfræðinga vanti til starfa í íslenska heilbrigðiskerfinu og einnig hefur komið fram að um þúsund hjúkrunarfræðingar kjósa að starfa við annað en hjúkrun. Þetta er enn ein vísbendingin um það hversu slæmt ástandið í heilbrigðiskerfinu er.

Öflugt heilbrigðiskerfi verður ekki til úr engu. Það kostar, og það kostar ekki bara eitthvað heldur heilmikið. Ráðamenn segja iðulega þegar staða heilbrigðiskerfisins berst í tal að aukið fé hafi verið sett í það á liðnum árum. Um leið vita allir að þær upphæðir sem um ræðir nægja einfaldlega ekki. Meiri fjármuni þarf og um leið þarf að skapa heildarstefnu, ekki hugsa einungis til nokkurra missera. Þarna má ekki ríkja hin alkunna íslenska hugsun: Þetta reddast einhvern veginn.

Þjóðin hefur ítrekað sent ráðamönnum þau skilaboð að hún vilji að heilbrigðiskerfið sé í forgangi öllum stundum. Stjórnmálamennirnir vilja það bara stundum, eins og til dæmis núna þegar þeir þurfa að smala til sín atkvæðum.
Íslensk pólitík þarf að breytast. Það er ekki nóg að lofa öllu fögru fyrir kosningar og svíkja loforðin daginn eftir kosningar í trausti þess að þjóðin sé með skammtímaminni. Orð skulu standa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG