fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Harmleikur í Danmörku – 12 manna fjölskylda varð fyrir eitrun – 2 börn látin – Margir þungt haldnir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. október 2017 06:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvö börn eru látin og 10 fjölskyldumeðlimir þeirra liggja á sjúkrahúsum, sumir þungt haldnir, eftir að hafa orðið fyrir skæðri eitrun. Beðið var um aðstoð sjúkrabíls að húsi í bænum Haslev á Sjálandi klukkan 11.45 í gær. Þegar sjúkraflutningsmenn komu á vettvang var 15 ára unglingur illa haldinn og átti erfitt með andardrátt. Skömmu síðar var ljóst að mun fleiri voru veikir og var því allt tiltækt björgunarlið kallað út og stórslysaáætlanir virkjaðar á fimm sjúkrahúsum á Sjálandi.

Fjögur börn voru með alvarleg eitrunareinkenni og beita þurfti endurlífgun á tvö þeirra. Fólkið var flutt í skyndingu á sjúkrahús í Køge, Slagelse og Hróarskeldu og voru 11 sjúkrabílar notaðir við flutninga. Síðdegis í gær var allt fólkið flutt á ríkisspítalann í Kaupmannahöfn, þar af voru fimm börn flutt í þyrlum.

Á fréttamannafundi lögreglunnar í gær kom fram að ekki sé vitað með vissu hvað gerðist en grunur leiki á að fólkið hafi borðað baneitraða sveppi. Fólkið var með mikil eitrunareinkenni. Getgátur hafa verið uppi um að fólkið hafi notað sveppi, sem það tíndi í nálægum görðum, við matseld og hafi ekki gætt að því að einhverjir sveppanna eru baneitraðir. Fjölskyldan býr í móttökustöð flóttamanna í Haslev en fólkið er frá Kongó en hefur verið í Danmörku um nokkra hríð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Í gær

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri