Fréttir

Barack Obama snýr aftur í stjórnmálin

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. október 2017 06:00

epaselect epa05444783 US President Barack Obama delivers remarks in the Wells Fargo Center on day 3 of the 2016 Democratic National Convention (DNC) in Philadelphia, Pennsylvania, USA, 27 July 2016. The four-day convention is expected to end with Hillary Clinton formally accepting the nomination of the Democratic Party as their presidential candidate in the 2016 election. EPA/SHAWN THEW

Barack Obama, fyrrum forseti Bandaríkjanna, er á leið aftur í stjórnmálin. Þetta kemur fram í Time Magazine.

Blaðið segir að Obama muni í fyrstu starfa fyrir frambjóðendur demókrata til embætta ríkisstjóra í New Jersey og Virginíu en kosið verður í næsta mánuði. Obama er einnig sagður ætla að koma meira opinberlega fram á næstunni en hann hefur gert undanfarna mánuði en þetta er liður í kosningabaráttunni vegna kosninga í Bandaríkjunum á næsta ári en þá verður kosið um helming þingsæta á bandaríska þinginu.

David Greenberg, prófessor við Rutgers háskólann, sagði í samtali við Times Magazine að Obama virðist vera harðákveðinn í að vera virkur fyrrum forseti sem gegni ákveðnu hlutverki í mörgum málum og taki þátt í stjórnmálum.

Þegar Obama lét af forsetaembættinu í janúar sagðist hann ætla að taka sér pólitískt frí og lifa „venjulegu lífi“. Hann sagðist hlakka til að geta slakað á og verið meira með fjölskyldu sinni sem flutti í hús í Kalorama-hverfinu í Washington.

Fyrsta verk Obama á hinu pólitíska sviði verður að fara til New Jersey þar sem hann ætlar að leggja Phil Murphy, frambjóðanda demókrata til embættis ríkisstjóra, lið í kosningabaráttunni gegn Kim Guadagno, frambjóðanda repúblikana. Því næst er það Virginía þar sem demókratinn Ralph Northam og repúblikanainn Ed Gillespie berjast um ríkisstjóraembættið.

Time Magazine segir að vinsældir Obama meðal bandarísku þjóðarinnar séu enn mjög miklar en í síðust könnun sögðust 51 prósent Bandaríkjamanna vera jákvæðir í garð Obama en 35 prósent sögðust vera neikvæðir í hans garð. Í sömu könnun kom fram að 36 prósent aðspurðra sögðust vera jákvæðir í garð Donald Trump, núverandi forseta, en 52 prósent sögðust vera neikvæðir í hans garð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
í gær

Sigurður var dæmdur fyrir tilefnislausa árás á fanga: „Ég viðurkenni það fúslega að mér urðu á mistök sem ég hef þurft að borga dýru verði“

Sigurður var dæmdur fyrir tilefnislausa árás á fanga: „Ég viðurkenni það fúslega að mér urðu á mistök sem ég hef þurft að borga dýru verði“
Fréttir
í gær

Pétur lokar veginum fyrir „athyglissjúku hyski“ – „Ég er bara búinn að fá upp í háls af helvítis hyski“

Pétur lokar veginum fyrir „athyglissjúku hyski“ – „Ég er bara búinn að fá upp í háls af helvítis hyski“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband – Þuklað á fréttakonu og kysst í beinni útsendingu frá HM: „Við eigum þetta ekki skilið“

Myndband – Þuklað á fréttakonu og kysst í beinni útsendingu frá HM: „Við eigum þetta ekki skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm íslenskir lögreglumenn sendir á HM – Sýna frá störfum sínum á Instagram

Fimm íslenskir lögreglumenn sendir á HM – Sýna frá störfum sínum á Instagram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir þolanda Róbert Downey hvetur til sniðgöngu á HM vörum

Móðir þolanda Róbert Downey hvetur til sniðgöngu á HM vörum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bergvin segir börn ekki þrifin í Vatnaskógi: „Hvað ef börnin missa þvag eða það koma bremsuför?“

Bergvin segir börn ekki þrifin í Vatnaskógi: „Hvað ef börnin missa þvag eða það koma bremsuför?“