fbpx
Fréttir

Barack Obama snýr aftur í stjórnmálin

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. október 2017 06:00

Barack Obama í ræðustól.

Barack Obama, fyrrum forseti Bandaríkjanna, er á leið aftur í stjórnmálin. Þetta kemur fram í Time Magazine.

Blaðið segir að Obama muni í fyrstu starfa fyrir frambjóðendur demókrata til embætta ríkisstjóra í New Jersey og Virginíu en kosið verður í næsta mánuði. Obama er einnig sagður ætla að koma meira opinberlega fram á næstunni en hann hefur gert undanfarna mánuði en þetta er liður í kosningabaráttunni vegna kosninga í Bandaríkjunum á næsta ári en þá verður kosið um helming þingsæta á bandaríska þinginu.

David Greenberg, prófessor við Rutgers háskólann, sagði í samtali við Times Magazine að Obama virðist vera harðákveðinn í að vera virkur fyrrum forseti sem gegni ákveðnu hlutverki í mörgum málum og taki þátt í stjórnmálum.

Þegar Obama lét af forsetaembættinu í janúar sagðist hann ætla að taka sér pólitískt frí og lifa „venjulegu lífi“. Hann sagðist hlakka til að geta slakað á og verið meira með fjölskyldu sinni sem flutti í hús í Kalorama-hverfinu í Washington.

Fyrsta verk Obama á hinu pólitíska sviði verður að fara til New Jersey þar sem hann ætlar að leggja Phil Murphy, frambjóðanda demókrata til embættis ríkisstjóra, lið í kosningabaráttunni gegn Kim Guadagno, frambjóðanda repúblikana. Því næst er það Virginía þar sem demókratinn Ralph Northam og repúblikanainn Ed Gillespie berjast um ríkisstjóraembættið.

Time Magazine segir að vinsældir Obama meðal bandarísku þjóðarinnar séu enn mjög miklar en í síðust könnun sögðust 51 prósent Bandaríkjamanna vera jákvæðir í garð Obama en 35 prósent sögðust vera neikvæðir í hans garð. Í sömu könnun kom fram að 36 prósent aðspurðra sögðust vera jákvæðir í garð Donald Trump, núverandi forseta, en 52 prósent sögðust vera neikvæðir í hans garð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn með hæstu launin á þingi

Framsóknarmenn með hæstu launin á þingi
Fréttir
Í gær

Umdeild hænsnarækt í fjölbýlishúsi: „Gaggið í þeim er afar þreytandi“

Umdeild hænsnarækt í fjölbýlishúsi: „Gaggið í þeim er afar þreytandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsárás í Hafnarfirði – Kona réðst á lögregluna

Líkamsárás í Hafnarfirði – Kona réðst á lögregluna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona ætlar verjandi Thomas Møller Olsen að fá hann sýknaðan: Segir Nikolaj hafa plantað fingraförum – Passar ekki í blóðuga úlpu

Svona ætlar verjandi Thomas Møller Olsen að fá hann sýknaðan: Segir Nikolaj hafa plantað fingraförum – Passar ekki í blóðuga úlpu
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Síðustu orðin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morgunblaðið segir forystumenn verkalýðshreyfingarinnar ekki í takt við almenning

Morgunblaðið segir forystumenn verkalýðshreyfingarinnar ekki í takt við almenning
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kolefnisútstreymi úr Kötlu segir ekkert til um hvort gos sé í aðsigi eða hve stórt það verður

Kolefnisútstreymi úr Kötlu segir ekkert til um hvort gos sé í aðsigi eða hve stórt það verður