fbpx
Fréttir

Stúlkan sem hélt Bandaríkjamönnum við sjónvarpið í 58 klukkustundir

30 ár liðin frá ótrúlegum björgunaraðgerðum

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 18. október 2017 20:30

Þeir sem fylgdust eitthvað með fréttum árið 1987 muna hugsanlega eftir nafninu Jessica McClure. Jessica þessi hélt Bandaríkjamönnum – og fleiri til – við sjónvarpið í rúma tvo sólarhringa um þetta leyti fyrir 30 árum.

Jessica varð fyrir því óláni að detta ofan í brunn þegar hún var við leik á barnaheimili í bænum Midland í Texas. Jessica var þarna aðeins 18 mánaða og óttuðust margir um afdrif hennar. Fallið var enda nokkuð hátt, eða sjö metrar, og það gekk bölvanlega að koma henni til bjargar.

20 sentímetrar á breidd

Fjallað var um málið í öllum helstu fjölmiðlum heims og meðfylgjandi er til dæmis mynd af frétt í Morgunblaðinu um málið þann 17. október árið 1987, fyrir sléttum 30 árum.

Fjallað var um aðgerðir í Morgunblaðinu þann 17. október árið 1987, eða fyrir nær sléttum 30 árum.
Umfjöllunarefni á Íslandi Fjallað var um aðgerðir í Morgunblaðinu þann 17. október árið 1987, eða fyrir nær sléttum 30 árum.

Brunnurinn sem Jessica féll ofan í var ekki lengur í notkun og var breidd hans aðeins 20 sentímetrar. Af þeirri ástæðu meðal annars reyndist þrautin þyngri að komast að stúlkunni. Reynt var að bora eftir henni en jarðvegurinn, sem að mestu samanstóð af graníti, reyndist erfiður viðureignar.

Söng barnagælur

Sýnt var frá björgunaraðgerðum í beinni útsendingu í sjónvarpi og er óhætt að segja að margir hafi fylgst með aðgerðum með öndina í hálsinum. Hljóðnemi var sendur niður í brunninn og kom Jessica, sem nefnd var Baby Jessica í bandarísku pressunni, björgunarfólki á óvart. Hún var eðlilega mjög hrædd en söng engu að síður barnagælur, að því er virðist í þeirri viðleitni að róa sig niður.

Jessica sést hér með George H.W Bush.
Með forsetanum Jessica sést hér með George H.W Bush.

Jessica gekk í hjónaband árið 2006 og á tvö börn.
Gift tveggja barna móðir Jessica gekk í hjónaband árið 2006 og á tvö börn.

Óttast var að Jessica hefði hlotið innvortis meiðsl og því var ekki talið á það hættandi að senda mat niður til hennar. Töldu læknar og aðrir sem að aðgerðunum komið að hætta væri á að hún gæti kafnað. Sjónvarpsstöðvar sögðu frá gangi mála í beinni útsendingu og úr varð hálfgerður fjölmiðlasirkus; fólk sat sem límt við sjónvarpsskjáinn og allir vissu hvað væri í gangi hverju sinni. Eftir 58 langar klukkustundir tókst björgunarfólki loksins að brjóta sér leið niður í brunninn og náðist Jessica loks upp.

Sex vikur á sjúkrahúsi

Jessica var við þokkalega heilsu þegar hún komst upp úr brunninum en þjáðist vitanlega af vökvaskorti auk annarra líkamlegra meiðsla. Hún dvaldi á sjúkrahúsi í alls sex vikur og á þeim tíma fékk hún meðal annars heimsókn frá varaforseta Bandaríkjanna, George H.W Bush. Eftir sex vikna sjúkrahússlegu var hún útskrifuð en læknar þurftu að fjarlægja eina tá af henni.

Jessica og fjölskylda hennar hlutu nokkra frægð eftir þennan magnþrungna atburð. Óhætt er að segja að nú, 30 árum eftir atburðinn, sé Jessica í fínum málum og hún virðist ekki hafa látið þessa óhugnanlegu reynslu hafa mikið áhrif á sig . Hún er gift tveggja barna móðir og enn búsett í Midland í Texas. Í viðtali um atburðinn sagðist hún ekki muna eftir atvikinu en þakkaði þó Guði fyrir að allt fór vel. Hún segist vera stolt af þeim örum sem hún ber á líkama sínum og segir að þessi reynsla hafi kennt henni að vera auðmjúk í samskiptum við annað fólk. „Ég vona að börn mín muni það að þarna úti eru svo margir góðir einstaklingar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Helgi um Val banamann: „Hversu fullur má maður vera til þess að einhver megi berja mann til dauða?“

Helgi um Val banamann: „Hversu fullur má maður vera til þess að einhver megi berja mann til dauða?“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Eva Joly sérstakur gestur á 10 ára afmæli hrunsins

Eva Joly sérstakur gestur á 10 ára afmæli hrunsins
Fréttir
Í gær

Gyðingar og múslimar telja að umskurðarbann á Íslandi leiði til útskúfunar: „Þetta er það sem gerðist í Þýskalandi nasista“

Gyðingar og múslimar telja að umskurðarbann á Íslandi leiði til útskúfunar: „Þetta er það sem gerðist í Þýskalandi nasista“
Fréttir
Í gær

Hvað á að gera við konu sem er með vesen? Segja henni upp

Hvað á að gera við konu sem er með vesen? Segja henni upp
Fyrir 2 dögum

Baráttan um fiskinn – Átök framtíðarinnar?

Baráttan um fiskinn – Átök framtíðarinnar?