Lést þegar tvíburunum hennar var bjargað

Sex barna móðir lést í bílslysi á leið heim frá spítala þar sem hún hafði verið með nýfæddum tvíburum sínum sem fæddust fyrir tímann. Lögreglan vinnur nú í rannsókn á því hvort ökumaðurinn sem keyrði á hana hafi verið undir áhrifum áfengis.

Bílslysið átti sér stað rétt fyrir miðnætti á föstudaginn síðasta á vegum Golden Valley og Soledad Canyon í Kaliforníu þegar bílstjóri rakst utan í kant og keyrði þar næst í hliðina á bíl Katie Snyder Evans sem varð til þess að bíllinn hennar valt.

Evans var á leið heim frá spítala þar sem hún hafði verið í heimsókn hjá nýfæddum tvíburum sínum. Tvíburarnir sem eru tvær stelpur voru miklir fyrirburar og var þeim ekki hugað líf við fæðingu.

Evans skilur eftir sig eiginmann, tvíburana og fjögur önnur börn á aldrinum 12, 11, 9 og 2 ára.

„Þetta er kaldhæðnin, ekki satt? Við höfum haft fjöldann allan af faglærðum læknum sem hafa eytt mörgum árum í þjálfum og þeir hafa nú eytt mörgum mánuðum í að reyna að bjarga lífum tvíburana sem við héldum að við værum að missa. Og nú höfum við misst lífið sem við töldum okkur hafa út af tveimur slæmum ákvörðunum: sú fyrsta að fara út að drekka – og sú sem er verri – að keyra eftir að hafa drukkið, og augljóslega er hjarta mitt brotið. Ásamt sex öðrum litlum hjörtum,“

Sagði Jacob Evans eiginmaður Katie.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.