Jón Þór fer á kostum þegar hann gerir grín að Bjarna Ben: Sjáðu myndbandið

„Það er mikill kærleikur í svona malbiki. Það er engin spurning,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, í myndbandi á Facebook-síðu flokksins. Myndbandið líkist fræga fræga kökugerðarmyndbandi Bjarna Benediktssonar, núverandi forsætisráðherra, sem vakti mikla athygli fyrir kosningarnar í fyrra.

Í myndbandinu er Jón Þór að malbika í holu og lýsir því sem hann er að gera. Undirspilið er hugljúf píanótónlist.

„Þetta lætur manni bara líða vel, að fara að sofa á kvöldin.“

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

Hér að neðan má sjá kökugerðarmyndbandið hans Bjarna Ben.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.