fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Öflug sprenging við lögreglustöðina í Helsingjaborg í Svíþjóð

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. október 2017 05:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öflug sprenging varð við lögreglustöðina í Helsingjaborg á Skáni í Svíþjóð klukkan 00.20 að staðartíma í nótt. Miklar skemmdir urðu á lögreglustöðinni og nærliggjandi húsum. Lögreglan er með mikinn viðbúnað í bænum og hefur sett upp vegartálma en enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins.

Ekki er enn ljóst hvað olli sprengingunni en sérfræðingar lögreglunnar eru nú að rannsaka vettvanginn en stóru svæði í kringum lögreglustöðina hefur verið lokað af. Sænska TT-fréttastofan segir að mikið tjón hafi orðið í sprengingunni, anddyri lögreglustöðvarinnar sé ónýtt og að margar rúður hafi brotnað í lögreglustöðinni og nærliggjandi byggingum.

Enginn eldur kom upp en mikinn reyk lagði frá sprengingunni. Lögreglunni höfðu ekki borist neinar hótanir. Helsingborgs Dagblad hefur eftir nágrönnum að hús í nágrenninu hafi skolfið við sprenginguna, svo öflug hafi hún verið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“