Myndband sýnir Brynjar Níelsson í nýju ljósi

Nýtt myndband af Brynjari Níelssyni sem Ungir Sjálfstæðismenn dreifa um þessar stundir sýnir þingmanninn í nýju ljósi. Í fljótu bragði virðist Brynjar vera að gera eitthvað kolólöglegt en svo er ekki, heldur er hann að sýna listir sínar í að veipa.

Myndbandið er til þess að kynna sérstakt veipkvöld með Brynjari á morgun en þar mun hann fara yfir hvort veip sé bót eða bölvun. Veipgræjur verða svo seldar á svæðinu á afslætti.

„Ungir sjálfstæðismenn blása til heljarinnar veip veislu. Farið verður yfir málin á ofur-léttum nótum og reynt að komast að niðurstöðu hvort veip sé bót eða bölvun. Brynjar Níelsson alþingismaður og veipari verður á staðnum, fer yfir málin og sýnir hæfileika sína í að gera svipaða hluti og Gandalf í Lord of the Rings,“ segir í lýsingu viðburðarins á Facebook.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.