Logi furðar sig á lögbanninu: „Ég er ekki að ganga út með reikninga“

Logi Bergmann Eiðsson segist líta á lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á störf hans hjá Árvaki og Símanum sem hrós. Hann segist ekki nenna því að taka lögbanninu alvarlega.

Þetta kemur fram í viðtali RÚV við Loga en þar segist hann ekki hafa búist við þessum viðbrögðum. „Þetta er ekki banki. Ég er ekki að ganga út með reikninga. Ég er ekki á skipuriti, ég er sjónvarpsmaður. Þetta er ein stór brandarakeppni þetta mál. Ég ætla bara að vera léttur og einbeita mér að því að tapa ekki gleðinni,“ segir Logi í viðtali við RÚV.

Logi segist staddur á Spáni og íhugar hann að framlengja því fríi. „Maður verður bara hissa. Þetta er eitthvað lögfræðingabíó. Það er hressandi einhvern veginn að reyna að átta sig á því að fjölmiðill beiti þessu ráði. Ég hef enga trú á að þetta verði niðurstaðan. Kannski ætti ég að vera stressaður yfir þessu en ég get ekki ímyndað mér hvernig eigi að klára þetta mál fyrir dómi,“ segir Logi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.