Hannes og Illugi í hár saman vegna lögbanns: „Töluvert langt fyrir neðan þína virðingu“

Hannes Hólmsteinn Gissurarson gerir lögbann á störf Loga Bergmanns Eiðssonar hjá Árvaki að umtalsefni á Facebook-síðu sinni. Þar reynir hann að tengja það lögbann við öllu fyrirferðarmeira mál, lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á fréttaflutning Stundarinnar á gögnum úr Glitni.

„Ætli þeir Gunnar Smári Egilsson og Illugi Jökulsson haldi því nú fram, að Bjarni Benediktsson standi líka á bak við þetta lögbann? Og hvað skyldu Rithöfundasambandið og Blaðamannafélagið segja?,“ skrifar Hannes og merkir Illuga sérstaklega í færslunni. Þessu svarar Illugi Jökulsson, fyrrverandi ritstjóri: „Ósköp er þetta dapurleg hótfyndni um alvörumál, Hannes. Töluvert langt fyrir neðan þína virðingu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.