Fannst á lífi 40 árum eftir að hann hvarf

Var á lífi allan þennan tíma.
Jeffrey Var á lífi allan þennan tíma.

Flestir töldu að Jeffrey Michels væri látinn enda hafði hann ekki sést síðan hann lét sig hverfa frá Minot-herstöð bandaríska flughersins í Norður-Dakóta þann 6. júlí árið 1977. Á dögunum kom þó ótrúlegur sannleikurinn um afdrif hans upp á yfirborðið þegar hann fannst á lífi.

Jeffrey starfaði fyrir flugherinn þegar hann hvarf sporlaust. Lýst var eftir honum í fjölmiðlum en þrátt fyrir leit fannst hann ekki.

Það var svo fyrir skemmstu að samtök sem sérhæfa sig í að hafa upp á týndum hermönnum fóru ofan í saumana á málinu. Á Facebook-síðu hópsins var birt mynd af Jeffrey þegar hann var ungur og virðist einhver notandi síðunnar hafa borið kennsl á hann. Í ljós kom að hann hafði tekið upp annað nafn, Jeffrey Lantz, og hafði flutt til Flórída þar sem hann átti eiginkonu og börn.

Ekki liggur fyrir hvers vegna Jeffrey lét sig hverfa á sínum tíma en það er meðal þess sem lögregla rannsakar. Hann er nú í haldi lögreglu vegna auðkennisþjófnaðar og fyrir að hlaupast undan skyldum sínum hjá hernum. Viðurlög við slíku eru allt að fimm ára fangelsi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.