fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Áfram í farbanni: Hugðist smygla írakskri fjölskyldu inn í landið

Auður Ösp
Miðvikudaginn 18. október 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur karlmaður sem sætir ákæru vegna gruns um smygl á fólki mun sæta áframhaldandi farbanni en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður úrskurðað hann í farbann til 10.nóvember. Maðurinn hefur engin tengsl við Ísland og leikur grunur á að hann að muni reyna að koma sér úr landi fari hann frjáls ferða sinna.

Maðurinn kom til landsins með flugi frá Kaupmannahöfn í september síðastliðnum. Við afskipti tollvarða fundust á honum skilríki annars fólks í tösku sem hann neitaði að eiga.

Um var að ræða skráningarpappír eða ígildi dvalarleyfis frá Þýskalandi með nafni ónefnds einstaklings sem fæddur er í Írak, skráningarpappír frá Þýskalandi með nafni annars einstaklings, tvö óskilgreind kennivottorð frá Írak með mynd af fyrri aðilanum, innanlandskennivottorðskjal frá Þýskalandi með mynd af báðum aðilum ásamt nöfnum þeirra og tveggja barna þeirra, með gildistíma til 11. febrúar 2016. Þá hafði maðurinn meðferðis ákvörðunarpappír frá Þýskalandi, dagsettum 8. apríl 2017 þar sem fram kemur að fjölskyldunni hafi verið synjað um hæli.

Lögreglan lagði hald á skilríkin og hleypti manninum inn í landið. Fram kemur að þá hafi annar maður tekið á móti honum en sá er hælisleitandi hér á landi. Skömmu síðar hafi réttmætir handhafar skilríkjanna komið í komusal flugstöðvarinnar og sótt um hæli. Kom í ljós að maðurinn hafði breytt dagsetningu flugs sem hann átti bókað. Hann var handtekinn í flugstöðinni þennan sama dag.

Maðurinn viðurkenndi hjá lögreglu að hafa greitt farmiða fyrir fjölskylduna hingað til lands og áfram héðan til Dyflinnar eftir að hafa fengið beiðni þess efnis frá manni í Malmö. Þá viðurkenndi hann að hafa komið með sömu flugvél og fjölskyldan hingað til lands og eftir afskipti tollgæslu og lögreglu hefði hann tekið farangur fjölskyldunnar og farið með hann heim til vinar síns.

Í greinargerð lögreglustjórans á Suðurnesjum kemur einnig fram að foreldrar barnanna hefðu bæði borið um að hafa ferðast á röngum nöfnum hingað til lands og viðurkenndu einnig að hafa ferðast á fölsuðum vegabréfum. Sögðu þau manninn hafa aðstoðað og tekið við hinum fölsuðu skilríkjum eftir þeim hafði verið framvísað við innritun um borð í flugvélina hingað til lands.

Ákæra var gefin út í málinu þann 13.október síðastliðinn en brot mannsins varðar allt að sex ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala