Fréttir

Magnea Guðmundsdóttir er látin

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 17. október 2017 21:04

Magnea Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og kynningarstjóri Bláa lónsins, er látin. Hún lést í faðmi fjölskyldu sinnar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann 13. október síðastliðinn.

Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar og vef Víkurfrétta

Magnea gegndi ýmsum störfum fyrir Reykjanesbæ og sat hún sinn fyrsta bæjarstjórnarfund í bæjarstjórn Reykjanesbæjar sumarið 2006. Árin 2006 til 2010 var hún varamaður í bæjarstjórn en árið 2010 var hún kjörinn aðalmaður og sat þar til dánardags.

Hún var varamaður í stjórn Keilis, varamaður í stjórn Keflavíkurflugvallar og síðar stjórnarmaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar svo dæmi séu tekin.

Að því er fram kemur á vef Víkurfrétta hafði Magnea barist við krabbamein um nokkurra ára skeið. Fyrir tveimur vikum þurfti hún að leggjast inn á sjúkrahús og laut hún í lægra haldi fyrir sjúkdómi sínum síðastliðið föstudagskvöld.

„Reykjanesbær þakkar Magneu góð störf og vottar aðstandendum djúpa samúð,“ segir á vef Reykjanesbæjar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sanna hefur áhyggjur af móður sinni – „Hún fullvissar mig um að hún sé ekki að hugsa um sjálfsvíg, þetta séu lyfin“

Sanna hefur áhyggjur af móður sinni – „Hún fullvissar mig um að hún sé ekki að hugsa um sjálfsvíg, þetta séu lyfin“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hneykslið um horfnu börnin á Írlandi

Hneykslið um horfnu börnin á Írlandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

5 sem gætu tekið við af Gylfa

5 sem gætu tekið við af Gylfa
Fréttir
Í gær

Kristján fannst látinn eftir að hann komst ekki inn á Teig: „Ég og litli bróðir, átján ára, komum að honum látnum í herberginu á laugardeginum“

Kristján fannst látinn eftir að hann komst ekki inn á Teig: „Ég og litli bróðir, átján ára, komum að honum látnum í herberginu á laugardeginum“
Fréttir
Í gær

Bill Murray missti af veislu hjá Guðna Th: „Get ég gert eitthvað annað skemmtilegt hérna?“

Bill Murray missti af veislu hjá Guðna Th: „Get ég gert eitthvað annað skemmtilegt hérna?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 800 manns hafa framið sjálfsvíg á rúmum 20 árum

Um 800 manns hafa framið sjálfsvíg á rúmum 20 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gústaf fór úr axlarlið eftir tapleik Íslands á HM

Gústaf fór úr axlarlið eftir tapleik Íslands á HM