fbpx
Fréttir

Magnea Guðmundsdóttir er látin

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 17. október 2017 21:04

Magnea Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og kynningarstjóri Bláa lónsins, er látin. Hún lést í faðmi fjölskyldu sinnar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann 13. október síðastliðinn.

Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar og vef Víkurfrétta

Magnea gegndi ýmsum störfum fyrir Reykjanesbæ og sat hún sinn fyrsta bæjarstjórnarfund í bæjarstjórn Reykjanesbæjar sumarið 2006. Árin 2006 til 2010 var hún varamaður í bæjarstjórn en árið 2010 var hún kjörinn aðalmaður og sat þar til dánardags.

Hún var varamaður í stjórn Keilis, varamaður í stjórn Keflavíkurflugvallar og síðar stjórnarmaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar svo dæmi séu tekin.

Að því er fram kemur á vef Víkurfrétta hafði Magnea barist við krabbamein um nokkurra ára skeið. Fyrir tveimur vikum þurfti hún að leggjast inn á sjúkrahús og laut hún í lægra haldi fyrir sjúkdómi sínum síðastliðið föstudagskvöld.

„Reykjanesbær þakkar Magneu góð störf og vottar aðstandendum djúpa samúð,“ segir á vef Reykjanesbæjar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Helgi um Val banamann: „Hversu fullur má maður vera til þess að einhver megi berja mann til dauða?“

Helgi um Val banamann: „Hversu fullur má maður vera til þess að einhver megi berja mann til dauða?“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Eva Joly sérstakur gestur á 10 ára afmæli hrunsins

Eva Joly sérstakur gestur á 10 ára afmæli hrunsins
Fréttir
Í gær

Gyðingar og múslimar telja að umskurðarbann á Íslandi leiði til útskúfunar: „Þetta er það sem gerðist í Þýskalandi nasista“

Gyðingar og múslimar telja að umskurðarbann á Íslandi leiði til útskúfunar: „Þetta er það sem gerðist í Þýskalandi nasista“
Fréttir
Í gær

Hvað á að gera við konu sem er með vesen? Segja henni upp

Hvað á að gera við konu sem er með vesen? Segja henni upp
Fyrir 2 dögum

Baráttan um fiskinn – Átök framtíðarinnar?

Baráttan um fiskinn – Átök framtíðarinnar?