Magnea Guðmundsdóttir er látin

Var fædd 19. apríl árið 1969.
Magnea Guðmundsdóttir Var fædd 19. apríl árið 1969.
Mynd: nýmynd ©

Magnea Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og kynningarstjóri Bláa lónsins, er látin. Hún lést í faðmi fjölskyldu sinnar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann 13. október síðastliðinn.

Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar og vef Víkurfrétta

Magnea gegndi ýmsum störfum fyrir Reykjanesbæ og sat hún sinn fyrsta bæjarstjórnarfund í bæjarstjórn Reykjanesbæjar sumarið 2006. Árin 2006 til 2010 var hún varamaður í bæjarstjórn en árið 2010 var hún kjörinn aðalmaður og sat þar til dánardags.

Hún var varamaður í stjórn Keilis, varamaður í stjórn Keflavíkurflugvallar og síðar stjórnarmaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar svo dæmi séu tekin.

Að því er fram kemur á vef Víkurfrétta hafði Magnea barist við krabbamein um nokkurra ára skeið. Fyrir tveimur vikum þurfti hún að leggjast inn á sjúkrahús og laut hún í lægra haldi fyrir sjúkdómi sínum síðastliðið föstudagskvöld.

„Reykjanesbær þakkar Magneu góð störf og vottar aðstandendum djúpa samúð,“ segir á vef Reykjanesbæjar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.