fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Lögreglan engu nær um óhugnanlegt morð í Kaupmannahöfn

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 17. október 2017 14:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Kaupmannahöfn veit ekki hvað varð til þess að sextán ára piltur var skotinn til bana í borginni í gærkvöldi. Áður en að árásinni kom hafði pilturinn verið að spila fótbolta með tveimur vinum sínum á Austurbrú.

Hans Erik Raben, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglu, segir við danska fréttamiðla að pilturinn hefði verið skotinn minnst sex sinnum. Hann var úrskurðaður látinn á vettvangi. Vitni sögðust hafa séð tvo til fjóra pilta, líklega á aldrinum 15 til 20 ára, hlaupa frá vettvangi og inn í bifreið sem síðan var ekið burt.

Hans Erik segir að pilturinn hafi verið ósköp venjulegur unglingur og telur hann að morðið tengist ekki þeirri hrinu ofbeldisverka sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi í borginni. Drengurinn var sonur innflytjenda frá Makedóníu en fæddur og uppalinn í Danmörku.

Tilkynnt var um skotárásina klukkan 21.05 í gærkvöldi og reyndu íbúar í nærliggjandi húsum að hlúa að fórnarlambinu þar til sjúkraflutningamenn komu á staðinn. Hans Erik biðlaði til fólks að gefa sig fram hafi það einhverjar upplýsingar um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu