fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Blaðakona sem fjallaði um Panama-gögnin drepin í bílsprengjuárás

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 16. október 2017 22:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daphne Caruana Galizia, blaðakona frá Möltu sem var áberandi í umfjöllun um Panama-gögnin svonefndu, var drepin í bílsprengjuárás í dag.

Svo virðist vera sem bílsprengju hafi verið komið fyrir undir Peugeot-bifreið hennar með fyrrgreindum afleiðingum. Sprengjan var mjög öflug og var bifreiðin rústir einar.

Enginn hefur lýst ábyrgð á sprengjuárásinni.

Daphne var sjálfstætt starfandi blaðamaður og vöktu greinar hennar jafnan gríðarlega mikla athygli. Hún var þekkt í heimalandi sínu fyrir afhjúpandi greinar um spillingu og var hún stundum sögð vera „eins manns Wikileaks“ sem var vísun í uppljóstrunarvefinn fræga. Hún fjallaði um spillingarmál af öllu tagi; mafíuna, peningaþvætti og veðmálabrask svo dæmi séu tekin.

Undanfarin tvö ár hafði hún að mestu einbeitt sér að fréttum upp úr Panama-skjölunum.
Í nýlegri umfjöllun sinni fjallaði hún um forsætisráðherra Möltu, Joseph Muscat, og tvo nána bandamenn hans. Var aflandsfyrirtæki, sem sagt var tengjast þeim, bendlað við þremenninganna og sölu á maltneskum vegabréfum.

Forseti Möltu, Marie-Louise Coleiro Preca, kallaði eftir því í dag að fólk sýndi stillingu. Sagði hann að um hörmulegan atburð væri að ræða og fólk ætti að sameinast á tímum sem þessum.

Sjálfur fordæmdi Joseph Muscat árásina og sagðist hann þegar hafa rætt við lögreglu og hvatt hana til að starfa með löggæslustofnunin í öðrum löndum vegna málsins. Síðar kom á daginn að lögreglan á Möltu ætti von á aðstoð frá fulltrúum bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. Sagði hann að þó að honum og Daphne hefði ekki komið vel saman væri ekkert sem réttlætti jafn skelfilegan atburð.

Í umfjöllun Guardian kemur fram að Daphne hefði haft samband við lögreglu fyrir um hálfum mánuði vegna líflátshótanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi