Vinir hans fengu óskemmtileg skilaboð frá honum á Facebook – Annarlegar hvatir lágu að baki

Um mitt síðasta ár byrjuðu Facebookvinir Kevin O‘Connor að fá óskemmtileg skilaboð frá honum þar sem hann bölvaði óhamingjusömu hjónabandi sínu. Einnig breyttist hjúskaparstaða hans á Facebook skyndilega úr kvæntur í einhleypur. Á Twitter-aðgangi hans birtust síðan leiðinlegar athugasemdir um eiginkonu hans, Rhona O‘Connor.

En ekki nóg með það því sjúkrahúsinnlögn Rohna var skyndilega aflýst af henni sjálfri eða svo var talið. En Kevin og Rhona höfðu hvorki skrifað þessi óskemmtilegu skilaboð, athugasemdir eða aflýst sjúkrahúsinnlögninni. Þar var að verki 27 ára fyrrum vinkona Rhona, Ashley Boyd, sem starfaði sem lögreglukona í skosku lögreglunni á þessum tíma. Mirror skýrir frá þessu.

Ashley og Rhona kynntust þegar þær unnu saman í verslun en vinátta þeirra varði ekki lengi. En Ashley varð heltekin af Kevin og virðist hafa viljað gera ýmislegt til að eyðileggja hjónaband hans og Rhona.

Ashley var nýlega dæmd í 11 mánaða fangelsi vegna málsins og í 5 ára nálgunarbann gagnvart þeim hjónum.

Mirror hefur eftir Rhona að þetta hafi allt farið illa með hana og hún hafi verið veik síðan þessar ofsóknir hófust, þetta hafi verið stanslaus martröð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.