fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

11 ára drengur missti sjónina smátt og smátt – Síðan uppgötvuðu læknar hvað hann borðaði

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. október 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á átta mánaða tímabili missti 11 ára kanadískur drengur sjónina smátt og smátt þar til hann sá aðeins um 30 sentimetra frá sér. Það var ekki fyrr en læknar uppgötvuðu hvað hann borðaði reglulega sem þeir komust að orsök blindunnar.

Skýrt var frá málinu í októberútgáfu JAMA Pediatrics Clinical Challenge. Fram kemur að drengurinn hafði tapað nætursjóninni og var mjög viðkvæmur fyrir birtu og sá mjög illa. Hann gat ekki séð hönd, sem var veifað framan við hann, ef hún var í meira en 30 sentimetra fjarlægð.

Auk þess voru augu hans alltaf mjög þurr. Það tók lækna langan tíma að finna út hvað þjáði drenginn. Hann þjáðist einnig af margskonar ofnæmi gagnvart ýmsum matvælum en það hafði í för með sér að hann varð að fylgja mjög ströngu mataræði. Það eina sem hann mátti borða voru kartöflur, svínakjöt, lambakjöt, epli, gúrkur og Cheerios. Ef hann borðaði eitthvað annað fékk hann slæm útbrot.

En þessi samsetning matvæla er óheppileg því öll eiga þau það sameiginlegt að lítið er af A-vítamíni í þeim en það er mjög mikilvægt fyrir sjónina.

Vítamínskortur er sjaldgæft fyrirbrigði í þróuðu ríki eins og Kanada en þetta mál hefur nú orðið til þess að beina á meiri athygli að börnum sem þurfa að fylgja ströngu mataræði til að tryggja að þau fái þau vítamín og steinefni sem líkamar þeirra þurfa til að geta starfað eðlilega.

Læknar meðhöndluðu drenginn með því að gefa honum risastóra skammta af A-vítamíni. Þeir eru ekki vissir um að drengurinn muni jafna sig að fullu og fá fulla sjón á nýjan leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Í gær

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Í gær

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Í gær

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
Fréttir
Í gær

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri