„Þetta er hernaður við íbúa Seljahverfis“

Nýfallinn dómur gegn vistmanni í öryggisvistun opinberar svik Reykjavíkurborgar að mati íbúa

Íbúar eru uggandi yfir nýföllnum dómi gegn vistmanni í öryggisvistuninni sem Reykjavíkurborg kom á laggirnar í skjóli nætur. Að þeirra mati á slík starfsemi ekki heima í rólegu íbúðarhverfi.
Rangársel Íbúar eru uggandi yfir nýföllnum dómi gegn vistmanni í öryggisvistuninni sem Reykjavíkurborg kom á laggirnar í skjóli nætur. Að þeirra mati á slík starfsemi ekki heima í rólegu íbúðarhverfi.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Þetta eru fullkomin svik við íbúa. Það var búið að lofa okkur því að hættulegir einstaklingar yrðu ekki vistaðir þarna. Núna þurfa íbúar hverfisins að horfa upp á heimsóknir lögreglu og sérsveitar. Það voru ung börn sem urðu vitni að því þegar vistmaður var dreginn handjárnaður upp í sérsveitarbíl. Þessi starfsemi á ekki heima í rólegu íbúðarhverfi,“ segir afar ósáttur íbúi í grennd við íbúðakjarna í Rangá