Sagan öll: Níðingarnir sem vildu meiða Sigrúnu Ósk – Sjáðu myndböndin þegar mennirnir voru afhjúpaðir

Tugir á eftir tálbeitu - Röng vinabeiðni setur barn í hættu - Unglingsstúlkur tældar á Facebook - DV hitti níðingana - Ein röng vinabeiðni og barnið þitt getur lent í hættu

Umfjöllun DV um afhjúpun á barnaníðingum hefur vakið mikla athygli. DV birti síðustu helgi brot úr umfjöllun blaðsins og fylgdi því eftir með tveimur myndskeiðum þar sem tálbeita DV hitti menn sem ætluðu að kaupa vændi af barni. DV birtir nú umfjöllunina í heild sinni ásamt myndskeiðum.

Ekki samþykkja hvern sem er á Facebook eru varnaðarorð sem heyrast reglulega. Ekki samþykkja einhvern sem þú þekkir ekki. Þú gætir lent í hættu. Viðkomandi gæti verið vond manneskja sem vill þér illt. Þetta hafa flestir foreldrar sagt við börnin sín en oftar en ekki taka þau því mátulega alvarlega. DV ákvað að bregða sér í gervi táningsstúlku með Facebook-síðu og upplifa og sjá hvað gerist ef vingast er við ranga aðila. Niðurstaða DV eftir þessa nokkurra mánaða tilraun er að ein röng vinabeiðni eða samþykki ókunnugra „vina“ geti leitt börn og unglinga í stórhættu. Foreldrar ættu því að brýna enn frekar fyrir börnum sínum að samþykkja aldrei vinabeiðnir frá fólki sem það þekkir ekki. Um það mun enginn efast að loknum lestri þessarar úttektar.

Fjölmiðlar á Íslandi hafa í nokkur skipti stofnað aðgang á Einkamál í þeim tilgangi að afhjúpa barnaníðinga. Eitt þekktasta dæmið er frá árinu 2007 þegar fréttaskýringaþátturinn Kompás nýtti sér síðuna til að fá fimm barnaníðinga til að mæta á „stefnumót“ með 13 ára stúlku. Á móti þeim tók hins vegar blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson eins og þekkt er.

DV hafði veður af því að lítið hefur breyst varðandi níðingsskap af þessu tagi á netinu, jafnvel að ástandið hafi versnað, og ákvað því að leika svipaðan leik. Forleikurinn var þó töluvert lengri þar sem DV vildi framkvæma tilraunina á öllu saklausari stað, sem ekki hafði verið gert áður, á Facebook.

Hver er Sigrún Ósk

Gömul mynd af Guðrúnu, blaðamanni DV, sem þóttist vera 14 ára stúlka.  Mynd sem notuð var á Facebook-síðu tálbeitu DV. Tálbeitan fékk nafnið Sigrún Ósk.
Tálbeitan Gömul mynd af Guðrúnu, blaðamanni DV, sem þóttist vera 14 ára stúlka. Mynd sem notuð var á Facebook-síðu tálbeitu DV. Tálbeitan fékk nafnið Sigrún Ósk.

Tilraunin hófst fyrir nokkrum mánuðum með því að DV bjó til Facebook-síðu fyrir unglingsstúlku og gaf henni nafnið Sigrún Ósk. Til að gera síðuna trúverðuga greindi Sigrún frá því að hún væri að stofna nýja síðu þar sem Facebook hefði lokað á þá síðu sem hún hafði áður. Myndir af Sigrúnu á síðunni voru af blaðakonu DV frá unglingsaldri. Til að koma síðunni af stað sendi Sigrún vinabeiðnir á alls konar fólk, unga sem aldna og reyndi að hafa vinahópinn sem fjölbreyttastan. Meðal þeirra sem hún sendi til voru þrír aðilar sem blaðamenn DV vissu að væru meðlimir á síðum þar sem vændiskonum eru gefnar einkunnir. Þá var Sigrún einnig með Snapchat aðgang og síma sem blaðakonan notaði, bæði í símtöl og skeytasendingar. Sigrún var með þá reglu gegnumgangandi í sínum samskiptum á miðlunum að hún skyldi aldrei hefja samræður að fyrra bragði við karlmenn.

Sigrún sagðist oftast vera 14 ára þegar hún var í samskiptum við karlmenn sem reyndu að misnota hana.

Sigrún Ósk er frá Akureyri en flutti til frænku sinnar í Reykjavík eftir að hafa lokið grunnskóla í heimabæ sínum. Sigrún starfaði í Hagkaupsverslunum hér og þar á höfuðborgarsvæðinu við að leysa af þegar aðrir starfsmenn væru frá vegna veikinda. Var það gert svo níðingarnir gætu ekki staðsett hina ímynduðu stúlku á einum stað og þannig hugsanlega stefnt rannsókninni í voða.

Hér má sjá aðgang Sigrúnar Óskar.

Sigrún Ósk á sér sögu um þunglyndi og tjáði hún sig tvisvar um það á Facebook-síðu sinni. Á vormánuðum gekk henni þó allt í haginn. Hún opnaði sig einnig um það að hún hafði átt einn kærasta og sofið átta sinnum hjá kærasta sínum sem var árinu eldri. Hún hætti með kærastanum í júlí.

Helstu persónur og leikendur

Hitti tálbeitu DV í vikunni. Hann ætlaði að bjóða unglingsstúlku út að borða og bjóða henni heim á eftir. Hann ætlaði að greiða henni fyrir kynlíf.
Skólabílstjórinn Hitti tálbeitu DV í vikunni. Hann ætlaði að bjóða unglingsstúlku út að borða og bjóða henni heim á eftir. Hann ætlaði að greiða henni fyrir kynlíf.

Þessi tilraun DV leiddi í ljós að ótal karlmenn reyndu að vingast við Sigrúnu með annarlegar hvatir og áform í huga. Hér á eftir verður rakin samskiptasaga Sigrúnar við þrjá þeirra sem gengu hvað lengst í því að reyna að fá hana til að stunda með sér kynlíf eða svala fýsn þeirra að öðru leyti. Áður en við rekjum nánar hvað dreif á daga Sigrúnar skulum við kynnast betur þessum þremur sem höfðu sig mest í frammi.

Sá fyrsti er skólabílstjóri á sjötugsaldri. Sigrún sendi honum vinabeiðni á Facebook, sem hann samþykkti og taldi strax að Sigrún væri vændiskona. Hún greindi honum hins vegar frá því að svo væri ekki. Hún væri nýbúin að ljúka grunnskóla. Í kjölfarið spurði skólabílstjórinn af hverju hún hefði óskað eftir vinskap við hann. Sigrún svaraði að hún hefði verið að búa til nýja Facebook-síðu og verið að óska eftir vinskap við þá sem voru á þeirri gömlu og hefði talið að hann hefði verið einn af vinum hennar þar. Skólabílstjórinn fékk þar með tækifæri til að segja takk og bless. Í stað þess að leiðrétta þann misskilning leið ekki á löngu þar til að hann falaðist eftir nektarmyndum af henni, vildi síðan hitta hana og kaupa af henni kynlíf. Eftir umfjöllun DV keyrir hann ekki lengur börn til og frá skóla.

Var dæmdur árið 2008 fyrir að nauðga ungum stúlkum. Hann neitaði að hafa ætlað að misnota „14 ára“ tálbeitu DV þegar hann mælti sér mót við hana á Ingólfstorgi. Skömmu áður hafði hann í smáskilaboðum sagt að hann vildi raka kynfæri hennar og brunda inn í hana. Hann segir að honum hafi aldrei verið boðin aðstoð vegna afbrigðilegra hvata sinna eftir að hann losnaði úr fangelsi.
Anthony Lee Bellere Var dæmdur árið 2008 fyrir að nauðga ungum stúlkum. Hann neitaði að hafa ætlað að misnota „14 ára“ tálbeitu DV þegar hann mælti sér mót við hana á Ingólfstorgi. Skömmu áður hafði hann í smáskilaboðum sagt að hann vildi raka kynfæri hennar og brunda inn í hana. Hann segir að honum hafi aldrei verið boðin aðstoð vegna afbrigðilegra hvata sinna eftir að hann losnaði úr fangelsi.

Annar er karlmaður á sextugsaldri sem var dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir nokkrum árum fyrir hrottalegar nauðganir. Sigrún upplýsti hann um að hún væri 14 ára að verða 15. Hann hótaði ítrekað í samskiptum við hana að fremja sjálfsmorð ef hún myndi ekki koma heim til hans og stunda með honum kynlíf.

Þriðji maðurinn býr á Akureyri og starfar hjá virtu fyrirtæki. Hann viðurkenndi fyrir Sigrúnu að horfa á börn niður í 11 ára á Glerártorgi og hann færi svo út í skóg að fróa sér. Hann taldi að Sigrún væri 14 ára og vildi fara með henni á rúntinn. Fjórði maðurinn sem taldi að tálbeitan væri 14 ára stúlka fannst hún fullorðinsleg en sagði svo að hann hefði gjarnan vilja hitta hana. „Gæti kannski sýnt þér staði sem þú hefur ekki séð. Ertu búin að sjá Þingvelli? Það eru svo ótal margir staðir þar afar fagrir. Hringdu í mig einhvern tímann.“

Niðurstaða á þessari tilraun DV er merkileg en fyrst og fremst sorgleg. Hún staðfestir að börn og unglingar geta lent í stórhættu ef þau óska eftir vinskap við fólk sem þau þekkja ekki sem og samþykkja vinabeiðnir frá ókunnugum. Facebook er þannig gert að það stingur upp á vinskap við sameiginega vini. Þá fylgjast menn sem eru í vændis- og kynlífshópum með hverja aðrir í þeim hópum eiga sem vini.

Þetta sagði karlmaður sem horfir reglulega á 11 til 14 ára börn á Glerártorgi á Akureyri og fer svo út í Kjarnaskó að runka sér. Maðurinn sendi tálbeitu DV mynd af skrifstofu sinni. Maðurinn er tveggja barna faðir. Hann hafði ítrekað samband við Sigrúnu Ósk og talaði við hana á klámfenginn hátt. Hann greindi frá því að hann langaði að hitta hana. Hann spurði: „Viltu ríða?“
„Það væri gaman að hafa þig hér núna,“ Þetta sagði karlmaður sem horfir reglulega á 11 til 14 ára börn á Glerártorgi á Akureyri og fer svo út í Kjarnaskó að runka sér. Maðurinn sendi tálbeitu DV mynd af skrifstofu sinni. Maðurinn er tveggja barna faðir. Hann hafði ítrekað samband við Sigrúnu Ósk og talaði við hana á klámfenginn hátt. Hann greindi frá því að hann langaði að hitta hana. Hann spurði: „Viltu ríða?“

Vitað er að unglingar sem og fullorðnir samþykkja oft vinabeiðnir frá ókunnugum. Hjá börnum og unglingum er oft keppni um að eiga sem flesta vini. Þá gengur ýmislegt á í lífi barna og unglinga og eitt hrós á Facebook getur dimmu í dagsljós breytt, en það endist ekki lengi. Þeir menn sem nálgast börn og unglinga sem þeir þekkja engin deili á eru oftast fullir af myrkri og viðbjóði.

Um leið og þessir þrír voru í vinahópi tálbeitu DV, hrúguðust inn vinabeiðnir frá karlmönnum. Sem betur fer voru einnig nokkur dæmi um að karlmenn létu sig hverfa og voru ekki í frekari samskiptum þegar þeir komust að því að Sigrún var aðeins 14 ára.

Sagan öll - Facebook-síða stofnuð 25. júlí

Þann 25. júlí stofnaði DV Facebook-síðu í nafni Sigrúnar Ósk. Hún óskaði eftir vinskap við fólk á öllum aldri og innan skamms voru vinir orðnir vel yfir tvöhundruð. Í þeim hópi voru þrír karlmenn sem DV hafði séð í hópi þar sem vændiskonum eru gefnar einkunnir. Allir samþykktu þeir vinabeiðnir Sigrúnar. Regla DV var sem fyrr segir að hefja aldrei samskipti að fyrra bragði.

Daginn eftir að Sigrún Ósk stofnaði Facebook-síðu sína hafði rútubílstjóri samband við Sigrúnu. Í sumar keyrði hann ferðamenn um landið. Í dag ekur hann skólabíl á höfuðborgarsvæðinu og eru börnin á aldrinum 5 til 16 ára. Hann er um sextugt. Hann sagði: „Sæl. Gætir þú sagt mér eitthvað um þig? Býrðu í Reykjavík eða Akureyri“

Sigrún Ósk svaraði: „Er frá AK city - bý í bænum, eða er að reyna ná mér í money hér, lítið að gera fyrir norðan“ Þarna átti Sigrún ekki við vændi heldur um að hún væri að vinna í Reykjavík. Skólabílstjórinn spurði strax: „Ok. Hvað ertu að taka fyrir að koma til mín“

„Lol skil ekki alveg,“ svaraði Sigrún og setti broskall.

„Fyrirgefðu. Ég er að misskilja. Hélt kannski að þú værir að selja blíðu. Ég er alltaf í þörf fyrir nálægð við konu. Fyrirgefði misskilning. Þekkjumst við eitthvað?“

„Ég var með gamalt facebook sem var hakkað og var að adda öllum gömlu, var viss um að ég hefði verið með þig þar sko.“ svaraði Sigrún. Sigrún sagðist vera 16 ára og væri nýbúin að klára grunnskóla. Hún væri að fara í menntaskóla í haust og væri að safna sér pening til að eiga í vetur. „Það er bara drulluerfitt að ná að safna sér eitthvað þegar maður er að vinna bara á kassa í Hagkaup lol,“ sagði Sigrún.

„Já, mér líst vel á þessi áform hjá þér,“ sagði skólabílstjórinn og bætti við: „Þú veist kannski að ég er 60 ára einmana karl. Hefur þú tækifæri á að fá aðra vinnu?“

„Hefði geta farið í unglingavinnu eða eitthvað svo Hagkaup er ok eða þú veist,“ svaraði Sigrún og spurði síðan: „Hvað gerir þú?“

„Ég er rútubílstjóri. Keyri útlendinga um landið,“ sagði bílstjórinn og spurði um aldur og Sigrún sagðist hafa verið að klára grunnskóla, væri 16 ára.

„Ég skil. [...] Hvað ætlar þú að gera til að fá aukapening?“

„Veit ekki, get ég ekki bara verið aðstoðarrútubílstjóri hjá þér haha?“ spurði Sigrún og smellti með nokkrum brosköllum. „Dettur þér eitthvað í hug sem ég gæti gert? Fyrir auka pening?“

„Mér dettur eitt í hug en þú ert svo ung,“ svaraði bílstjórinn og virtist í augnablik umhyggjusamur.

„Ræna banka 🙂 haha eða,“ stakk Sigrún upp á í gríni

„Nei. Ég mundi aldrei stinga upp á slíku,“ svaraði bílstjórinn. „Hvaða áhuga hefur þú á kynlífi?“ spurði bílstjórinn nú alveg upp úr þurru.

„Pínu persónuleg spurning,“ svaraði Sigrún „Sko en hef ekki mikla reynslu sko. Átt einn kærasta - hættum saman fyrir viku.“

„Æ, það var leitt að heyra,“ sagði bílstjórinn og bætti svo við: „Hvað mundir þú segja ef ég býð greiðslu fyrir nektarmyndir af þér“ Sigrún svaraði að henni hefði verið kennt að senda aldrei af sér nektarmyndir. Óttaðist að þá gæti myndir farið í deilingu á netinu. Sigrún ákvað samt að spyrja hvað skólabílstjórinn væri að borga unglingum fyrir nektarmyndir.

„Nei þú skalt aldrei birta myndir af þér á netið. Það eyðist aldrei út,“ sagði bílstjórinn áður en hann svaraði að verðið færi eftir hvað hún myndi ganga langt. „7500 alsnakin. 10.000 fyrir putta í píkuna. Legg inn á reikninginn þinn. Þú sendir myndir á e-mailið mitt. Fullum trúnaði veitt og ég vænti þess sama frá þér. Ég vil enga vitleysu eða rugl. [...]Mundir þú þora að hitta mig fyrir 150 dollara?“ Bílstjórinn spurði svo hvort Sigrún væri á pillunni. Hún svaraði játandi. „Flott. Eigum við að prófa þetta núna.“

„Ég veit samt ekki hvort ég þori sko,“ svaraði Sigrún og kvaðst afar óreynd þegar kæmi að kynlífi.

„Ok. Þetta er ekkert mál. Bara að láta sér líða vel og gera eitthvað sem þig langar að gera,“ svaraði bílstjórinn. Þú verður að ákveða þetta alveg sjálf. Það getur engin tekið ákvörðun fyrir þig með svona,“ hélt bílstjórinn áfram: „Þú mátt gista ef þú vilt en ég þarf að fara kl. 7 í fyrramálið. Þannig að ef þú vilt, væri gott ef þú kæmir núna.“

„Ég held ég bara hugsi málið - hef aldrei gert svona - finnst nógu vandræðalegt að gera þetta - ég er eiginl hreyn mey hehe,“ svaraði Sigrún.

Nauðgarinn

Sama dag hafði Anthony Lee Bellere samskipti við Sigrúnu. Árið 2008 var Anthony Lee Bellere dæmdur í 4 ára fangelsi fyrir alvarleg kynferðisbrot gegn þremur stúlkum á árunum 2005-2006. Þá voru stúlkurnar tólf til sextán ára. Hæstiréttur Íslands þyngdi dóminn í fimm ár. Brotin eiga það öll sameiginlegt að hafa byrjað á netinu.

Anthony Lee var fundinn sekur um að hafa á skipulegan og yfirvegaðan hátt tælt stúlkurnar og síðan nauðgað, misnotað eða misboðið þeim kynferðislega. Anthony er síbrotamaður og samkvæmt dómi Hæstaréttar 2008 sýndi hann einbeittan brotavilja. Hann gerir það enn. Áður fyrr notaði hann dulnefni og þóttist vera 18 eða 19 ára. Í samskiptum við Sigrúnu á Facebook notaði hann sitt rétta nafn. Anthony er 51 árs, býr rétt hjá Ingólfstorgi, keyrir um á rafmagnsvespum og tínir dósir um helgar í miðborginni.

Anthony taldi fyrst að Sigrún væri 16 ára. Seinna átti hún eftir að greina honum frá því að hún væri 14 ára. Það varð ekki til þess að hann hætti samskiptum. Hann hótaði Sigrúnu ítrekað sjálfsmorði ef hún kæmi ekki heim til hans. Aðferð sem hann hafði notað áður.

„Hehe þú verður að bíða kannski aðeins, of ung lol.“ Sigrún bætti því við að hún hefði aðeins átt einn kærasta sem hún hætti með í vikunni á undan.

Þá varð Anthony ágengur og gaf Sigrúnu úrslitakosti, eitthvað sem hann gerði ítrekað í samskiptum þeirra. „Já eða nei, svaraðu já eða nei,“ var eitthvað sem hann var vanur að segja endurtekið, mörgum sinnum á dag.

Anthony: „Svaraðu já eða nei viltu kúra hjá mér já eða nei.“

Sigrún sagðist ekki þora því en kannski seinna. Anthony bað þá „bara“ um kúr og sagðist „grátbiðja“ Sigrúnu.

Anthony bað svo um símanúmerið hjá Sigrúnu sem hún lét hann ekki fá, hún sagðist vera feimin og ekki þekkja hann.

28. júlí

Rútubílstjórinn hafði aftur samband við Sigrúnu. Spurði Sigrún hvort hún gæti mögulega fengið dollarana ef hún gerði eitthvað annað en stunda kynlíf. Þar sem hún var ekki viss um að þora að ganga alla leið.

„Þú mátt koma og leika þér við þig með putta. Þú mátt gera það og leyfa mér að sleikja þig. 60 dollara fyrir það,“ svaraði bílstjórinn.

Þann sama dag hafði Anthony aftur samband og var nú nokkuð rólegri. Fór hann að forvitnast um hvar Sigrún býr og hvar hún vill búa í framtíðinni. Þarna byrjaði hann að mála sig sem „góða gaurinn“ sem ætlaði að eiga greiða inni.

Rútubílstjórinn setti sig einnig aftur í samband við Sigrúnu á Facebook og reyndi að fá hana til að koma heim til sín. Þegar hún sagðist ekki geta komist bað hann aftur um myndir. Sigrún sagðist ekki treysta því, myndirnar gætu farið í umferð og óttaðist að myndir af henni gætu birst á viðbjóðslegum síðum þar sem Íslendingar deila myndum af unglingsstúlkum. Vildi bílstjórinn vita um hvaða síðu var að ræða.

Skólabílstjóri vill trekant með Sigrúnu og vændiskonu

29 júlí hafði skólabílstjórinn aftur samband og spurði hvort Sigrún hefði áhuga á að vera með honum og annarri dömu á sama tíma. „Ég hef lengi haft áhuga á að að vera með 2 stelpum,“ sagði bílstjórinn og bætti við að Sigrún ætti að sleikja kynfæri konunnar sem myndi taka þátt í kynlífi með þeim. „Svo ríð ég ykkur til skiptis. Hún er 26 ára. Rosalega flott með yndislega píku og kann að ríða. Hún gæti kennt þér ýmislegt. Vertu bara vel rökuð og blaut. Mig langar svo að sjá þig.“ Sigrún ítrekaði að hún væri óreynd. „Það fer fljótt af,“ svaraði skólabílstjórinn. „En þú nærð í æfingu líka. Ég geri aldrei neitt sem meiðir.“

Gísli mætir á svæðið

Gísli sagðist vera fertugur og að hann kæmi frá Akureyri. Hann notaði augljóslega ekki sitt rétta nafn. Hann minntist ítrekað á kynlíf við Sigrúnu og talaði á klámfengin hátt við hana. Hann sendi henni þrisvar sinnum mynd af getnaðarlimnum sínum. Síðustu samskipti hans við Sigrúnu voru 5. október.

29 júlí hafði samband maður sem kallar sig Ástríkur á Facebook. Hann þakkaði Sigrúnu fyrir að samþykkja gamlan og graðan vin. Sagðist hann vera 52 ára. Sagðist hann vera ágætlega stæður ef hana vantaði vasapening þegar hún kæmi aftur heim til Akureyrar.

Nauðgari vill myndir

30 júlí bað Anthony um að fá að sjá brjóst Sigrúnar. Hann sendi henni síðan óumbeðna mynd af ungri stúlku á kynþroskaaldri sem var ber að ofan. Hann spurði hvort að brjóst Sigrúnar væru stærri og sagði að stúlkan á myndinni væri yngri en Sigrún og að hann væri einnig búinn að sjá mynd af kynfærunum hennar. Hann spurði síðan Sigrúnu hvort hún vildi sjá „hann á mér“ og áður en Sigrún náði að svara sendi hann mynd af getnaðarlimi sínum.

„Ef við myndum ríða þá gæti það verið pínu sárt.“ Anthony sagði Sigrúnu frá nokkrum skiptum sem hann hefur afmeyjað stúlkur og þær hefðu allar viljað það. „Mundiru þora að fá minn inn í þig já eða nei?“

Sigrún sagði þá ekki vita hvort hún mundi þora. Anthony fór þá að biðja aftur um mynd af brjóstum Sigrúnar, hann sagði að það væri bara sanngjarnt því hún væri búin að sjá mynd af typpinu hans. Sigrún svaraði að hún hefur aldrei sent svona myndir á netinu.

Segir vændiskonu samþykkja trekant.

Þann 30. júlí sendi bílstjórinn tvær myndir af konu á þrítugsaldri sem hann sagði að væri vændiskona. Sagði hann að vændiskonan væri búin að samþykkja að fara með þeim í rúmið. Sagði Sigrún að hún væri hrædd við þetta en bílstjórinn reyndi að stappa í hana stálinu. Sagðist hann hafa greitt henni fyrir vændi áður og var „rosalega ánægður.“ Á endanum samþykkti Sigrún að fá greitt fyrir vændi með honum og hinni konunni.

„Ég borga þér 20 ef þú vilt fara alla leið. [...] Hún var model. Þú færð að putta hans og sleikja píkuna og leika við brjóstin. Svo gerir hún eitthvað spennandi við þig líka. Og ég ríð ykkur báðum. Ertu ekki að hitna svolítið. Farin að blotna smá við tilhugsunina.“

Þennan sama dag samþykkti Sigrún vinabeiðni frá manni sem skrifaði undir réttu nafni. Þau töluðu stuttlega saman. Sigrún sagðist vera í Reykjavík að safna pening fyrir veturinn. Þegar Sigrún spurði hvernig þau þekktust og hver hann væri svaraði maðurinn:

„Ætli ég sé ekki bara einhver sem sá afar sæta / fallegu stelpu og ákvað að biðja hana að vera fésb. Vinur, en þú Sigrún, hver ert þú?“ Sigrún lýsti sjálfri sér og sagðist vera 14 ára. „Ok, hefði gjarnan viljað hitta þig. Er það gagnkvæmt? Gæti kannski sýnt þér staði sem þú hefur ekki séð. Ertu búin að sjá Þingvelli? Það eru svo ótal margir staðir þar, afar fagrir.“ Bað hann svo Sigrúnu að hafa samband síðar símleiðis og gaf upp númerið sitt.

Þann 31. júlí hafði yfirmaður hjá stóru íslensku fyrirtæki samband. Hann sendi skilaboðin á sínu persónulega Facebook. Á síðunni er hann skráður í hjónaband. Hann trúði Sigrúnu fyrir því að hann ætti tvö börn. Maðurinn er búsettur á Akureyri og viðurkenndi fyrir Sigrúnu að hann horfir á ungar stúlkur, allt að ellefu ára stelpur, á Glerártorgi. Hann sagðist einnig „rúnka sér“ stundum eftir að horfa á ungar stúlkur, stundum gerði hann það í Kjarnaskógi.

Sigrún sagði manninum strax að hún væri 14 ára. Hann ræddi við Sigrúnu yfir nokkra vikna tímabil og gekk sífellt lengra.

Sigrún verður 14 ára

Í samskiptum við Anthony taldi hann að hún væri 16 ára þessa daga. DV tók þá ákvörðun að lækka aldur hennar og sjá hvernig hann myndi bregðast við. Þann 31. júlí segir Sigrún að hún sé fjórtán að verða fimmtán. Anthony varð bara ágengari fyrir vikið. Sigrún dró sig í hlé og svaraði honum ekki frá 31. júlí til 8. ágúst. Á þeim tíma sendi Anthony Sigrúnu sextán skilaboð á Facebook, þar með talið eina sjálfsmorðshótun en þetta var fyrsta sjálfsmorðshótunin af mörgum.

Sigrún fer á Bugl

Kristjón tók mynd af Guðrúnu Ósk fyrir utan BUGL. Þarna er Guðrún í hlutverki tálbeitunnar Sigrúnar. Myndin var sett á Facebook-síðu Sigrúnar. Var Sigrún Ósk ósátt við að vera lokuð inni á BUGL og fagnaði að vera loks laus. Fékk hún skilaboð frá karlmönnum sem byrjuðu á að sína hluttekningu en óskuðu svo eftir nektarmyndum og vændi.
Kveðja BUGL Kristjón tók mynd af Guðrúnu Ósk fyrir utan BUGL. Þarna er Guðrún í hlutverki tálbeitunnar Sigrúnar. Myndin var sett á Facebook-síðu Sigrúnar. Var Sigrún Ósk ósátt við að vera lokuð inni á BUGL og fagnaði að vera loks laus. Fékk hún skilaboð frá karlmönnum sem byrjuðu á að sína hluttekningu en óskuðu svo eftir nektarmyndum og vændi.

Sigrún hvarf af Facebook í vikutíma. Hún birti pistil á Facebook-síðu sinni þann 8. ágúst og opnaði sig í fyrsta sinn um að hún hefði glímt við andlega erfiðleika í gegnum tíðina, þunglyndi. Hún sagði að hún hefði lent í niðursveiflu og að frænka hennar hefði í samráði við foreldra hennar talið best að vista hana á BUGL. Sigrún greindi sjálf frá þessu á Facebook:

„Eins og sum ykkar vitið hef ég átt til að sveiflast upp og niður. Það er heldur ekki feimnismál að ég hef verið áður verið BUGL!!! þau sem þekkja mig ekki, þá hef ég aldrei verið í neinu rugli eða dópi. Nú er ég miklu betri. Það var sól úti í dag og sól í hausnum á mér

Bílstjórinn, nauðgarinn og aðrir karlmenn sýndu nú mikla hluttekningu. Nauðgarinn Anthony sagði:

„Elsku hjartans engillinn minn þetta er virkilega sár lesning og ef ég hef verið vondur við þig þá biðst ég hjartanlega fyrirgefningar ég skil þig svo vel, guð verði með þér ljósið mitt.“

Hinn fertugi Gísli frá Akureyri sendi líka skeyti: „Hæ. Vissi ekki að ástandið væri svona hjá þér og biðst afsökunar á því að hafa verið leiðinlegur við þig.“

Þá hafði maðurinn sem vildi fá Sigrúnu í bíltúr á Þingvelli samband og sýndi hluttekningu og sagðist sjálfur hafa átt erfitt á sínum tíma. Ástríkur 52 ára spurði þá hvort ekki væri allt á uppleið. Hann óskaði svo eftir númeri Sigrúnar. Ræddi blaðamaður DV í hlutverki Sigrúnar við manninn og vildi hann hitta hana: „Þarf að skjótast út af einu erindi á mánudagsmorgun og aftur norður. Hvað mig langar að gera er undir þér komið, rúntinn, ríða.“

„Áttu við þunglyndi að stríða?“ spurði skólabílstjórinn. „Ég átti það. Eins og allir unglingar beisiklí., Þetta er bara foreldrahræðsla eða eitthvað. Bara maður fari niður og þá halda þau að allt fari á sama veg aftur,“ svaraði Sigrún.

„Ég þekki þunglyndi mjög vel. Aðalatriðið er að vera jákvæður,“ sagði bílstjórinn. Þennan sama dag stofnaði DV símanúmer fyrir Sigrúnu og sá blaðakona DV um að tala fyrir hennar hönd. Sama dag og Sigrún greindi frá því að hún væri laus af Bugl fór bílstjórinn að biðja um nektarmyndir. Sigrún ítrekaði að hún vildi ekki senda slíkar myndir. Að lokum sendi Sigrún mynd þar sem sást í brjóstahaldara og kvartaði yfir litlum brjóstum.

„Hefur þú prófað dildo eða titrara?“

„Þetta er flott. Hef séð þau minni,“ sagði bílstjórinn. Í sama samtali greindi Sigrún frá því að hún væri líklega á leiðinni til New York. Foreldrarnir vildu láta hana skipta um umhverfi. „Hefur þú prófað dildo eða titrara?“ Sigrún sagði aftur frá reynsluleysi sínu og hún hefði aldrei prófað hjálpartæki. Bauðst bílstjórinn til að kaupa fyrir hana hjálpartæki sem hún gæti valið sjálf á netinu.

„Þú stjórnar algjörlega þínum líkama og ræður hvað þú gerir með hann,“ sagði skólabílstjórinn. Þá stakk Sigrún upp á að þau myndu hittast fyrst. Fara í bíltúr, kaffihús eða keilu til að hittast alla vega einu sinni áður en þau myndu gera nokkuð. Skólabílstjórinn stakk uppá að fara út að borða og samþykkti Sigrún það. „Þá ákveðum við það og verðum í sambandi þegar þú kemur aftur. Kannski fæ ég svo að sleikja píku í eftirrétt.“ Svo bætti skólabílstjórinn við: „Mundu bara að vera jákvæð.“

Myndir af sjálfsmorðstilraunum

8 ágúst hélt Anthony áfram að hafa samband. Sigrún minnti hann á að hún væri aðeins 14 ára.

Anthony hlustaði ekki á hana og hélt áfram að ganga á hana, sagði hana vera búin að lofa öðru sem var ekki rétt: „Kúra eitt skipti plís – þú varst búin að lofa mér meiru en kúri“

Svo sendi Anthony mynd af stórum og ljótum skurði á handlegg sem er búið að sauma saman.

Þetta var fyrsta myndin af nokkrum sem Anthony sendi af skurðum og sárum sem hann kvaðst hafa gert sjálfur við sig. Síðustu tvær myndirnar voru af nýjum skurðum og voru Sigrúnu að kenna samkvæmt Anthony. Hann hótaði ítrekað að meiða sig sjálfan eða drepa sig þegar Sigrún vildi ekki hitta hann, senda mynd af brjóstunum sínum eða var lengi að svara. Þetta er einstök gerð af andlegri kúgun sem hann hefur áður beitt fyrrum fórnarlömb sín.

Sigrún sagði að myndin væri svakaleg og svaraði Anthonhy að hann vantaði Sigrúnu. Svo byrjaði hann aftur: „

Anthony fékk símanúmerið hjá Sigrúnu 8. ágúst og sendi fyrsta sms-ið 9. ágúst. Sigrún svaraði ekki á Facebook né sms 9. ágúst. Þessi átta skilaboð sendi hann öll 9. ágúst frá 09:39 til 16:20:

„Ég vissi að þú mundir svíkja mig – Ég tók eina pillu í gær til að prófa og sofnaði. Ég á núna 29 pillur. Ég skal taka þær allar inn þá ertu laus við mig. – Ok er þér sama þótt ég taki þærr inn? – Á ég að taka þær inn? Svaraðu – Á ég að hætta að senda þér sms? – Svaraðu. Ég er að fara yfir um að eitthvað hafi komið fyrir þig. – Ég er að grenja. Líður þér betur þá? Og er að kveðja lífið. Þá ertu laus við mig. – Ertu hætt að tala við mig?“

Anthony hélt áfram: „Þá fæ ég mynd af brjóstunum ok- Fæ ég mynd? Já eða nei. – Ef þú hringir á eftir og ég svara ekki þá er ég búinn að taka inn pillurnar og er dauður.“

Sigrún spurði hann tveimur klukkustundum síðar hvort allt væri í lagi og Anthony svaraði að hann væri „bara að grenja“ og spurði: „Fæ ég mynd af brjóstunum?“

Sigrún reyndi að hringja í Anthony á þessum tíma, en þá hefði blaðakona DV talað sem Sigrún. Anthony Lee svaraði ekki símanum.

Anthony hélt áfram að senda SMS: „Sigrún ég skelf úr hræðslu. – Bæ að eilífu. Pillurnar eru fyrir framan mig. Er að drekka áfengi til að fá kjark til að taka þær inn. – Ok er búin að taka eina inn. Á ég að taka fleiri?“ Hann hélt síðan ítrekað áfram að hóta sjálfsmorði.

Sigrún fer erlendis – andleg líðan á uppleið

Þegar Kristjón Kormákur ritstjóri dv.is fór til New York var ákveðið að senda Sigrúnu Ósk í ferð þangað líka. Var flugmiða Kristjóns breytt og nafn Sigrúnar sett í staðinn. Biðu níðingarnir spenntir eftir að hún kæmi heim.
Flugmiði Þegar Kristjón Kormákur ritstjóri dv.is fór til New York var ákveðið að senda Sigrúnu Ósk í ferð þangað líka. Var flugmiða Kristjóns breytt og nafn Sigrúnar sett í staðinn. Biðu níðingarnir spenntir eftir að hún kæmi heim.

Þann 12. ágúst fór Sigrún Ósk til New York. Ritstjóri DV.is var á leið til borgarinnar sem aldrei sefur. Hann tók mynd af passanum sínum og farmiða og umbrotsmaður DV breytti nafni Kristjóns Kormáks í Sigrún Ósk. Sigrún Ósk skrifaði svo kveðju frá flugvellinum í Keflavík og skrifaði svo nokkur innlegg á Facebook og lýsti veru sinni í Bandaríkjunum. Eftir að veru Sigrúnar lauk í Bandaríkjunum héldu karlmenn áfram að hafa samband. Sigrún samþykkti að hitta Anthony á Ingólfstorgi. Spurði hún hvort vinkona mætti koma með til halds og trausts því hún þorði ekki að mæta ein.

Anthony spurði: „Hvort á ég að ríða þér eða henni?“

Sigrún svaraði að hún vill ekki ríða: „Ég vill ekki láta ríða mér sko. Ég hélt þú vildir bara hittast. Það væri asnalegt að segja já þegar við höfum ekki hist.“

Bílstjórinn keyrir skólabörn

Skólabílstjórinn hafði einnig samband. Nú greindi hann frá því í fyrsta sinn að hann væri að aka skólabíl. Ákváðu þá að fara út að borða 5. september. Þá ræddu þau saman í síma. Þegar Sigrún spurði hvort hann vildi að hann kæmi heim með honum og vændiskonunni svaraði hann:

„Nei á morgun er okkar kvöld. Getum svo hugsað um hitt seinna þegar við vitum hvernig þér líður með mér. Mundu bara að gera ekki það sem þú vilt ekki. Þá er þetta leiðinlegt,“ sagði bílstjórinn og þegar hann var spurður hvort hann myndi verða reiður ef hún myndi hætta við svaraði hann neitandi og kvaðst hafa upplifað slíkt áður. „Þá keyri ég þig heim í mestu vinsemd.“

Sigrún Ósk trúði svo bílstjóranum fyrir einelti sem hún hafði orðið fyrir. Hún hefði verið uppnefnd ljót og tekið það nærri sér. Hrósaði skólabílstjórinn henni fyrir fegurð sem Sigrún var þakklát fyrir. Síðan ræddu þau um starf bílstjórans og kom þá í ljós að hann keyrði líka skólabörnum. Sigrún spurði: „Hvað ertu að keyra gamla krakka?“ Og hvort það væri ekki leiðinlegt starf.

„Frá fimm ára og upp í 16 ára [...] Þau eru ágætt, svolítill hávaði í þeim yngstu, heyrist varla í þeim eldri. Það þarf svolitla þolinmæði og lagni til að geta verið að kenna svona liði.“

Ætluðu að hittast í september

Skólabílstjórinn bauðst til að tala við vændiskonuna og athuga hvort hún myndi vilja koma með þeim í rúmið. Síðan skipti hann um skoðun og taldi best að þau væru bara tvö í fyrsta skiptið. Þá var ákveðið að borða fyrst mat saman og síðan ákveða í framhaldinu hvort þau færu heim til hans.

„Það er ekkert víst að þér líki við mig þegar við hittumst,“ sagði bílstjórinn.

„Lol eg held að þú ert mjög næs og góður, var gott að tala við þig líka.“

„Takk fyrir það. Það er gott að heyra að þér finnst það. Ég er líka ánægður með þig,“ svaraði bílstjórinn.

Ekkert varð þó úr því að blaðamenn DV hittu bílstjórann umrætt kvöld. Sigrún hætti við og sendi honum skeyti og baðst afsökunar. Hún hvarf svo af Facebook næstu vikurnar. Nú var hún aftur komin á BUGL. Hún skrifaði aftur á Facebook 28. september. Hún birti mynd af sér fyrir utan Bugl. Á myndinni er Sigrún í bleikri hettupeysu. Hún veifar eins og hún sé að kveðja og sendir Bugl fingurinn. Með myndinni fylgir texti og Sigrúnu er heitt í hamsi. Textinn byrjar svona:

Langar að hitta þig.
Karlmaður á Akureyri Langar að hitta þig.
Setti sig ítrekað í samband við Sigrúnu
Karlmaður á Akureyri Setti sig ítrekað í samband við Sigrúnu

„Laus úr fokkin fangelsi!!! :) Í dag er góður dagur!! Í dag segi ég big bless við þetta skitapleys!! 3 vikur á vessta staðnum! Var fínt í eina viku, en að loka barn í nokrar vikur er barasta fangelsi!! Halló! Eina góða hinir krakkarnir. Og fyrir hvað? Fyrir að koma ekki heim klukkan eitthvað á kvöldin!“

Bílstjórinn ásamt fleirum sendu sms í síma Sigrúnar. „Sko þig, Liður þér ekki betur eftir að hafa verið þar? Mér finnst gott að þú skulir hafa áhuga á að spjalla áfram við mig,“ sagði skólabílstjórinn.

Sigrún svaraði: „Var ósanngjarnt en líður betur eða aldrei liðið betur. Eitt skref aftur á bak en tvö áfram lol. Er ekki allt gott hjá þér?“

„Ég er stoltur af þér,“ svaraði skólabílstjórinn og hélt áfram: „Það er svo gaman að heyra að ungt fólk bætir líf sitt. Sjálfur hef ég verið edrú í 27 ár og sé ekki eftir neinu.“ Svo bætti skólabílstjórinn við: „Hefur þú ennþá áhuga á að hittast í mat?“ Aftur nálgaðist hann Sigrúnu sama dag og hún var að losna af geðdeild. „Verðum áfram í sambandi. Endilega fylgdu prógraminu þinu, það skilar sér seinna.“ Svo bætti hann við: „Sagðir þú þeim á Bugl frá okkur?“ Sigrún neitaði því.

„Bara forvitinn. Hvernig líður þér í dag?“ Sigrún sagði að henni liði miklu betur. „En hvað mér þykir það gott að heyra. Svo er líka svo töff að vera edrú“

Anthony á leið í fangelsi

Ingólfstorgi ok. – Við ríðum já eða nei? – Við ríðum á morgun já eða nei?

Anthony greindi Sigrúnu frá því þann 29. september að hann væri á leiðinni í fangelsi næsta föstudag og væri hræddur. Hann langaði að hitta Sigrúnu og kúra með henni. Hann bætti því við að hann hafi skorið sig fimmtudagsnóttina, heil 11 spor. Aðspurður af hverju hann er að fara í fangelsi sagði Anthony hann væri grunaður um að hafa kveikt í bíl og að hann hafi svo verið tekinn fyrir að keyra próflaus á bensínvespu. Anthony spurði Sigrúnu hvort hann mætti „brunda inn í þig“ og endaði samtalið á að segjast vera „drulluhræddur“ og það „jaðri við að ég grenji.“ En ástæðuna sagði hann vera að hann vill kúra með Sigrúnu og sofa hjá henni.

Anthony sendir þá sex smáskilaboð á fjórtán mínútum: „Ingólfstorgi ok. – Við ríðum já eða nei? – Við ríðum á morgun já eða nei? - ? – Við ríðum þá á morgun ok já eða nei – Svaraðu.“ Sigrún svaraði honum játandi en sagðist vera stressuð um að vera léleg. Sigrún Ósk hélt áleiðis til Anthony miðvikudaginn 5. október. Þau ætla að hittast á Ingólfstorgi klukkan 13:00.

Bílstjórinn og Sigrún ákveða að hittast

Sigrún Ósk ræddi við skólabílstjórann í síma þann 3. október. Nokkrum dögum áður höfðu þau rætt um áfengi og þunglyndi. Vildi Sigrún gera lítið úr sínu vandamáli og að foreldrar hennar væru að ofvernda hana. Skólabílstjórinn kvaðst sjálfur þekkja þunglyndi og hann hefði barist við myrkrið í mörg ár.

„Þegar ég passaði mig ekki fyrir 2 árum fór ég svakalega langt niður og var kominn með sjálfsvígshugsanir. Þá var ökuskírteini tekið af mér. Það tók sex mánuði að komast í eðlilegt horf aftur og ákvað ég með hjálp geðlæknis, sálfræðings og Virk að prófa að breyta öllu í mínu lífi. Ég tók rútuprófið og þetta hafði góð áhrif á mig. Þar sem ég hafði gríðarlega fælni var mér ráðlagt að byrja aftur að stunda kynlíf sem ég var alveg hættur því líka. Núna líður mér vel.“ Strax á eftir bætti hann við: „Heldurðu að við getum farið út að borða á þriðjudagskvöldið.“

Sigrún spurði: „Midvikudagur vaeri samt betri eg er ad spa ef vid faerum til tin eftir matinn gaetir tu latid mig fa sma pening er pinu blonk eftir ad hafa ekki komist i vinnuna lengi Eg gaeti ta gert hluti vid tig i stadinn eins og tu vast ad tala um.“

Hann svaraði: „Ég get látið þig fá 20 sjálfsagt. Víð getum ákveðið með miðvikudaginn kl. 7. Hefur þú ennþá áhuga á 3-some“. Sigrún kvaðst vera tilbúin til að prófa. „Ok. En eigum við ekki að vera bara við tvö í fyrsta skipti. Svo get ég athugað hvort vinkona mín vilji ekki vera með okkur. [...] Þú manst að gera ekkert nema þú vilt það sjálf. En það er alltaf spennandi að prófa hluti“

Þá sagði bílstjórinn að hann þyrfti að fara að keyra börnin og væri ekki laus fyrr en aftur um kvöldið. Mánudagskvöldið spurði bílstjórinn svo hvað Sigrún Ósk væri gömul. „Sweet 16 var ad klára grunn í vor. Ætladi svo í verkó í haust en foreldrar mínir skemmdu það. Ætla samt að fara aftur til AK city eftir áramot : ) er farið ad langa aftur i skólann.“

Ég er til í að borga þér 20 ef þú ferð alla leið, annars 15. En ef þú treystir þér ekki að gera neitt skal ég samt láta þig fá eitthvað smá.

„Ég er bara 60 ára táningur. Ertu viss um að þú viljir stunda kynlíf með svona kalli?“ spurði bílstjórinn. Sigrún svaraði að hún væri stressuð. „Já. Þú átt alltaf þinn rétt hvaða sem þú gerir,“ svaraði hann. „Þú átt eftir að njóta vel. En ég er smá óöruggur út af aldrinum.“

„Mig vantar alla vega peninginn sem Bugl tók af mér !!!! Og mér líkar við þig. Þú ert góður við mig. Takk fyrir það.“

„Af hverju ætti ég ekki að vera góður við þig. Ég reyni alltaf að vera góður við alla. Þó við höfum ekki kynlíf saman þá máttu alltaf leyta til mín ef þú vilt tala um þín mál.“ Þá sagði Sigrún:

„Vid getum líka borðað saman og ákveðið þá hvort við förum til þín og þá bara farið varlega eða þú skilur Og ef ég treysti mér ekki gætir þú kannski horft á mig gera eitthvað við mig eða ég get gert eitthvað við þig án þess að riða eða riðið ef allt er í góðu.“

„Ég er til í að borga þér 20 ef þú ferð alla leið, annars 15,“ sagði skólabílstjórinn. „En ef þú treystir þér ekki að gera neitt skal ég samt láta þig fá eitthvað smá.“

„Þú ert alltof góður við mig,“ sagði Sigrún.

„Ertu á pillunni?“ Sigrún svaraði því játandi. „Ok. Ef ég missi inn í þig, er það þá í lagi? Smóktime. Brb.“

Sigrún hittir Skólabílstjórann

Kristjón og Guðrún hjá DV tóku á móti skólabílstjóranum sem hélt að hann væri að fara að hitta 16 ára stúlku.
Ætlaði að kaupa vændi af barni Kristjón og Guðrún hjá DV tóku á móti skólabílstjóranum sem hélt að hann væri að fara að hitta 16 ára stúlku.

Sigrún og skólabílstjórinn mæltu sér mót á höfuðborgarsvæðinu. Sigrún hafði sagt honum að hún vildi spjalla við hann aðeins áður en hún færi með honum inn í bíl. Guðrún Ósk blaðamaður var tálbeita DV og með falda myndavél. Kristjón Kormákur ritstjóri DV.IS sat í bíl rétt hjá og Sigtryggur ljósmyndari var í felum vopnaður myndavél. Skólabílstjórinn mætti á svæðið og heilsaði Sigrúnu. Þau spjölluðu aðeins saman og Sigrún sagðist vera smá stressuð. Bílstjórinn sagði að það myndi venjast. Kristjón sagði:

„Okkur þótti það mjög alvarlegt að bjóða 16 ára stelpu í trekant og biðja um að kaupa af henni nektarmyndir. Ég myndi hvetja þig að leita þér hjálpar því það er ekki eðlilegt að biðja 16 ára stelpu um nektarmyndir,“ sagði Kristjón og spurði: „Ertu ekki sammála því?“

„Jújú ég er alveg sammála því.“

Hefur áður hitt 14 ára stelpu

„Það hefur einu sinni áður haft samband við mig stúlka, man ekki hvort það var á Facebook eða Snapchat. Hún sagði mér það að hún vildi fá að prófa sig áfram en ég sagði við hana þá að þú ert fjórtán ára þú lendir bara í vondum málum. Það endaði með að ég fór og hitti hana og við töluðum saman yfir mat og það varð síðan ekkert meira úr því,“ sagði bílstjórinn. Guðrún spurði bílstjórann hvort honum fyndist við hæfi að maður á hans aldri hitti fjórtán ára stúlku. Hann svaraði játandi. Aðspurður hvort skólabílstjórinn hefur keypt oft vændi sagðist hann vera með tvær stelpur sem eru „fastar hjá honum.“ Þær eru 27 ára og 31 árs.

Býst ekki við að gera þetta aftur

Skólabílstjórinn var spurður tvisvar hvort hann haldi að hann muni gera þetta aftur og sagðist hann annaðhvort ekki búast við því eða ekki halda það.

„Hugsaðir þú aldrei yfir þann tíma [sem þú varst í samskiptum við Sigrúnu] að þú værir að gera eitthvað rangt?“

„Jújú, ég hef alveg hugsað það.“

Sigrún hittir dæmdan nauðgara

Sigrún og Anthony ákváðu að hittast á Ingólfstorgi klukkan 13:00 fimmtudaginn 5. október. Anthony býr þar rétt hjá en hann býr enn í sama húsnæði þar sem hann nauðgaði tveimur stúlkum.

Um morguninn áður en Sigrún og Anthony hittust sendi hann fjölda skilaboða til að tryggja að hún ætlaði örugglega að mæta. Hann spurði Sigrúnu hvort hann mætti „raka á þér píkuna“ og „brunda inn í þig.“

Guðrún Ósk blaðamaður DV var í hlutverki Sigrúnar og var með falda myndavél. Kristjón Kormákur ritstjóri DV var nokkrum metrum frá og hinum megin við torgið var Sigtryggur ljósmyndari.

Anthony hélt fyrst að höfundar greinar væru frá lögreglunni. Hægt er að horfa á myndbandið þegar Anthony kom að hitta Sigrúnu á Ingólfstorgi hér fyrir ofan.

Ekki samþykkja

DV beinir þeim tilmælum til þeirra sem hafa lesið þessa umfjöllun að ræða alvarleika málsins við börn sín og ítreka að samþykkja ekki undir nokkrum kringumstæðum vinabeiðnir frá ókunnugum. Tugir karlmanna sendu Sigrúnu vinabeiðnir. Um 50 karlmenn sendu skilaboð. Um 50 vinabeiðnir eru enn ósamþykktar og hefur blaðamönnum ekki tekist að ræða við alla karlmennina sem hafa sýnt Sigrúnu áhuga. DV afhenti lögreglu öll gögn.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.