Óvíst með ráðstefnu slökkviliðsmanna eftir að kviknaði í fundarstað í Reykjavík

Á morgun á að hefjast ráðstefna Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningarmanna (LSS) á Icelandair Hotel Reykjavik Natura við Nauthólsveg. Ráðstefnan er dagana 13. og 14. október samkvæmt vef LSS.

Fyrr í dag kom upp eldur í húsnæði Icelandair Hotel Reykjavik Natura. Að sögn sjónarvotta DV mátti sjá þykkan svartan reykjarmökk koma frá húsinu. Eldtungur teygðu sig upp í loftið.

Allt tiltækt slökkviliðslið höfuðborgarsvæðisins var kallað á svæðið samkvæmt frétt RÚV. Mikill eldur var í húsnæðinu og í skeyti frá slökkviliðinu kom fram að eldurinn væri í þaki húsnæðisins.

Óvíst er hvort ráðstefnan verður haldin eftir eldsvoðann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.