Fréttir

Norður-kóreskir tölvuþrjótar stálu hernaðaráætlunum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna

Kristján Kristjánsson skrifar
Fimmtudaginn 12. október 2017 06:30

Í ágúst og september á síðasta ári brutust tölvuþrjótar inn í tölvukerfi suður-kóreska hersins og komust yfir mikið magn upplýsinga um áætlanir og aðgerðir herja Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ef til átaka kemur á Kóreuskaga. Talið er að tölvuþrjótarnir hafi komist yfir rúmlega 50.000 leyniskjöl. Grunur leikur á að tölvuþrjótar á vegum stjórnvalda í Norður-Kóreu hafi verið að verki.

Samkvæmt fréttum fjölmiðla í Suður-Kóreu þá eru ýmsar viðkvæmar upplýsingar í skjölunum, til dæmis áætlanir um hvernig á að drepa Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, ef til átaka kemur, upplýsingar umsameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna, um hernaðarmannvirki, um sérsveitir og persónulegar upplýsingar um háttsetta liðsmenn hersins.

Það var ekki fyrr en í maí sem varnarmálaráðuneytið viðurkenndi að tölvuþrjótum hefði tekist að brjótast inn í tölvukerfið á síðasta ári. Þá kom fram að engum mikilvægum upplýsingum hefði verið stolið.

Þingmaðurinn Rhee Cheol-hee, sem er þingmaður lýðræðisflokksins sem er í ríkisstjórn, segir hins vegar að mikilvægum gögnum hafi verið stolið. Hann situr í varnarmálanefnd þingsins og segist hafa heimildir fyrir þessu frá heimildarmönnum innan varnarmálaráðuneytisins. Hann segir að 235 gígabætum af gögnum hafi verið stolið frá varnarmálaráðuneytinu en enn hafi ekki fengist fullyfirsýn yfir málið.

Aðeins er búið að greina 22,5 prósent af þeim gögnum sem var stolið en það eru um 10.700 skjöl en talið er að Norður-Kóreumenn hafi náð um 50.000 skjölum.

Yonhap-fréttastofan segir að Suður-Kórea hafi lengi verið í skotlínu norður-kóreskra tölvuþrjóta og sætt mörgum árásum. Þær hafi fyrst og fremst beinst að ríkisstjórninni og ráðuneytum landsins en einnig hafi verið ráðist á aðrar opinberar stofnanir eins og raforkuver.

Suður-kóreska ríkisstjórnin hefur sagt að Norður-Kórea starfræki sérstaka sveit tölvuþrjóta og séu um 7.000 mann sí henni. Margir þeirra eru sagðir starfa á leynilegum stöðum utan Norður-Kóreu, meðal annars í Kína.
Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa hafnað þessu með öllu og segja þetta uppspuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum síðan
Norður-kóreskir tölvuþrjótar stálu hernaðaráætlunum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna

Gilbert gaf fátækum börnum skó

Fyrir 3 klukkutímum síðan
Gilbert gaf fátækum börnum skó

Er Sindra í nöp við feitar konur?

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum síðan
Er Sindra í nöp við feitar konur?

Hildur orðlaus yfir viðbrögðunum

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Hildur orðlaus yfir viðbrögðunum

Jón Valur var handtekinn á Kastrup flugvelli: „Þetta var leiðinlegt og niðurlægjandi frá upphafi til enda“

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum síðan
Jón Valur var handtekinn á Kastrup flugvelli: „Þetta var leiðinlegt og niðurlægjandi frá upphafi til enda“

Alfreð Clausen dæmdur: Fór undir pils flugfreyju og stakk fingri í átt að rassi hennar

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum síðan
Alfreð Clausen dæmdur: Fór undir pils flugfreyju og stakk fingri í átt að rassi hennar

Tveir látnir í tengslum við gíslatöku í frönskum stórmarkaði: Árásarmaðurinn fallinn

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum síðan
Tveir látnir í tengslum við gíslatöku í frönskum stórmarkaði: Árásarmaðurinn fallinn

Gunnar Þór með einkaleyfi á íslenska „Húh-ið – Vildi græða á bolum Hugleiks sem er mjög ósáttur

Mest lesið

Ekki missa af