fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Hælisleitandi í 30 daga fangelsi: Ætlaði að smygla sér úr landi

Auður Ösp
Fimmtudaginn 12. október 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mohammad Gholami 19 ára íranskur ríkisborgari hefur verið dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Var hann sakfelldur fyrir að húsbrot en hann hugðist smygla sér um borð í skip Eimskips og koma sér úr landi.

Fram kemur í dómnum að Mohammad hafi föstudaginn 8. september 2017 síðastliðinn ruðst í heimildarleysi inn á afgirt athafnasvæði Eimskipa við Sundahöfn í Reykjavík en um er að ræða verndað hafnarsvæði í samræmi við alþjóðakóða um skipa- og hafnavernd.

Játaði hann brot sitt skýlaust fyrir dómnum en fram kemur að hann sé fæddur í ágúst 1998.

Hann hefur ekki áður gerst sekur um refsivert brot svo kunnugt sé. Þá kemur fram í dómnum að hann sé hælisleitandi. Skýrði hann svo frá að hann hefði verið að kanna leið til þess að komast um borð í skip til þess að komast frá landinu.

Gagnrýnir úrræðaleysi í málefnum hælisleitenda

Ítrekað kemur fyrir að hælisleitendur reyni að koma sér um borð í flutningaskip Eimskips á leið til Bandaríkjanna líkt og fram kom í frétt DV þann 5.október síðastliðinn. Dæmi eru um að sömu einstaklingarnar geri til þess ítrekaðar tilraunir þar sem kærur skila engum árangri.

Samkvæmt Ólafi William Hand upplýsingafulltrúa Eimskips hefur öryggisgæsla verið efld sérstaklega við þau skip sem eru á leið vestur um haf. Þá bætti hann við að vegna þessara síendurteknu tilrauna væru starfsmenn Eimskips sífellt að sinna einhvers konar landamæraeftirliti en slíkt er skiljanlega ekki í þeirra verkahring.

Séu einstaklingarnir gripnir við að reyna að koma sér um borð eru þeir handteknir af lögreglu og kærðir. Eftir það er þeim sleppt og geta þá reynt það sama aftur. Ólafur gagnrýnir úrræðaleysi í málefnum hælisleitenda hér á landi.

„Ef þeir eru að reyna að komast um borð í skip sem er á leið vestur um haf þá eru þeir búnir að sýna það í verki að þeir vilja ekki vera þarna og þá eigum við bara að senda þá úr landi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“