Forseti Íslands fór í bað og endaði á slysadeild

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Forseti íslands fór í heitt og notalegt bað í gærkvöldi sem endaði ekki betur en svo að hann endaði kvöldið á slysadeild.

„Heitt og notalegt bað í gærkvöldi reyndist aðeins of heitt og notalegt; að því loknu leið yfir ykkar einlægan og auðvitað tókst manni að lenda það harkalega að af hlaust skurður á enni og brákað nef,“

segir forsetinn í færslu á Facebook síðu sinni.

Mynd af forsetanum í dag. Glöggir sjá plásturinn fyrir ofan vinstra auga Guðna
Mynd af forsetanum í dag. Glöggir sjá plásturinn fyrir ofan vinstra auga Guðna

Einnig þakkar hann starfsfólkinu kærlega fyrir saumaskapinn og aðgæslu sem og fólkinu sem fréttu af heimsókn hans á slysadeildinna og vildu vita hvernig líðan hans væri.

„Hún er góð þótt glögglega megi greina merki byltunnar eins og sjá má á myndum af móttökum og heimsóknum dagsins.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.