fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Fjölmenn og glæsileg lokahátíð Hróksins í Uummannaq

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 12. október 2017 14:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hátíð Hróksins í Uummannaq á Grænlandi lauk á miðvikudag með glæsilegri sirkussýningu og veislu. Yfir 200 bæjarbúar á öllum aldri mættu og skemmtu sér konunglega. Börn úr sirkusskóla léku listir sínar og sýndu hvað þau höfðu lært á örfáum dögum undir leiðsögn sirkuslistamannanna Axels Diego og Bjarna Árnasonar frá Sirkus Íslands. Við sama tækifæri var stofnað skákfélag í Uummannaq, enda mikill áhugi í bænum á skák eftir námskeið og fjöltefli síðustu daga.

Hrafn Jökulsson forseti Hróksins þakkaði bæjarbúum frábærar móttökur, og sagði að Íslendingar ættu bestu nágranna í heimi. Hann sagði jafnframt að á næstunni yrði stofnaður velferðarsjóður fyrir börnin í Uummannaq og þorpunum í grennd. Hinn 17. júní gekk gríðarleg flóðbylgja yfir þorpið Nuugaatsiaq sem kostaði fjögur mannslíf. Fólkið þaðan og úr öðru þorpi getur ekki snúið til síns heima vegna hættu á frekari hamförum, og er íbúarnir, alls um 200, flestir í Uummannaq, sem er 1200 bær, 600 kílómetrum norðan við heimskautsbaug.

Fjölmörg börn hafa að undanförnu lært sirkuslistir og skák, auk þess að taka þátt í listsmiðju Ingu Maríu Brynjarsdóttur. Þá heimsóttu leiðangursmenn leikskólann og dvalarheimili aldraðra í Uummannaq, og komu færandi hendi með gjafir frá íslenskum vinum.

Þá færði Hrókurinn hinu nýja skákfélagi mörg taflsett og kennsluefni, auk sirkusáhalda svo börnin geti haldið áfram að æfa sirkuslistina.

Réne Kristiansen, aðstoðarforstöðumaður Barnaheimilisins í Uummannaq, sem er fyrir börn og ungmenni sem ekki geta dvalið hjá fjölskyldum sínum sagði að heimsókn Hróksins hefði haft mikla þýðingu fyrir bæjarbúa: ,,Hér var sannarlega þörf á gleði og hún hefur ríkt í bænum síðustu daga. Það gerist mjög sjaldan að listamenn eða aðrir gleðigjafar leggi leið sína hingað. Ég er þess hinsvegar fullviss um að þetta verður aðeins fyrsta ferð Hróksins hingað og veit að börnin eru strax byrjuð að hlakka til næstu heimsóknar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat