Eldur á Hótel Natura

Eldur er kominn upp í húsnæði Icelandair Hotel Reykjavik Natura við Nauthólsveg. Að sögn sjónarvotta DV má sjá þykkan svartan reykjarmökk koma frá húsinu. Þá teygja eldtungur sig upp í loftið.

Meðfylgjandi mynd var tekin í grennd við hótelið nú rétt í þessu.

Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað samkvæmt frétt RÚV. Samkvæmt sjónarvottum er mikill eldur í húsnæðinu. Í skeyti frá slökkviliðinu segir:

Eldur í þaki á Hótel Natura. Allar stöðvar á staðnum.

Fréttin verður uppfærð.

Uppfært kl 16.13:

Fram kemur á vef RÚV að búið sé að slökkva eldinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.