Kona lést eftir 30 metra fall af svölum í Pálskirkju

Kona lést í Pálskirkju í London eftir rúmlega þrjátíu metra fall frá áheyrendasvölum kirkjunnar. Konan lenti á gólfi dómkirkjunnar og var úrskurðuð látin um tíuleytið á staðartíma í morgun.

Dómkirkjunni var lokað eftir atvikið og mun ekki opna aftur fyrr en á morgun.

Fall konunnar er ekki talið komið til með saknæmum hætti og hefur kirkjan lýst yfir mikilli sorg vegna málsins.

Dómkirkjan er hvað frægust fyrir eitt vinsælasta brúðkaups heims en þar giftist Díana prinsessa Karli Bretaprinsi á sínum tíma.

Áfallið er gríðarlega mikið fyrir starfsmenn sem og gesti kirkjunnar og hefur dómkirkjupresturinn sagt að söfnuðurinn muni biðja fyrir konunni, aðstandendum og þeim gestum sem voru viðstaddir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.