Grísir lentu í Svínahrauni

Flutningabíll fór á hliðina

Mynd: DV/Ari Brynjólfsson

Nokkur fjöldi grísa lenti úti í Svínahrauni eftir að flutningabíll fór út af veginum kl. 15 í dag. Atvikið átti sér stað á beygjunni frá Þrengslavegi til Reykjavíkur. Bílstjóri flutningabílsins slapp með minniháttarmeiðsl en margir grísir lentu í hrauninu. Samkvæmt Brunavörnum Árnessýslu voru alls 114 sláturgrísir í bílnum.

Mynd: DV/Ari Brynjólfsson

Mikill mannskapur var á staðnum þegar blaðamaður DV kom á vettvang á fjórða tímanum. Lögreglan, slökkvilið, dýralæknir frá Matvælastofnun og starfsmenn Stjörnugríss voru á vettvangi. Vegurinn er ekki lokaður og komast því ökumenn frá Þorlákshöfn til Reykjavíkur án vandræða.

Líkt og sjá má á myndunum hér fyrir neðan var verið að koma grísunum sem lifðu af slysið upp í annan flutningabíl. Einn grísinn var blóðugur í trýninu og velti sér í hrauninu. Einn grísinn var talsvert langt úti í hrauninu og hreyfði sig ekki.

Mynd: DV/Ari Brynjólfsson

Mynd: DV/Ari Brynjólfsson

Mynd: DV/Ari Brynjólfsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.