Benedikt: Á ekki von á neinum breytingum með Þorgerði Katrínu

Benedikt Jóhannesson stofnandi Viðreisnar.
Benedikt Jóhannesson stofnandi Viðreisnar.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir að hann eigi ekki von á neinum áherslubreytingum með nýjum formanni, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Benedikt segir að hann hafi sjálfur tekið ákvörðunina um að víkja sem formaður Viðreisnar. Hann hafi ekki verið beittur þrýstingi, heldur hafi hann sjálfur tekið ákvörðunina vegna slaks gengis flokksins í skoðanakönnunum. Á fundi þingflokksins í skrifstofu Viðreisnar nú á sjötta tímanum var ákveðið að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tæki við sem formaður flokksins.

„Ég taldi að mínir persónulegu hagsmunir þyrftu að víkja fyrir stærri hagsmunum,“ sagði Benedikt í samtali við Mbl. Fyrr í vikunni sagði Benedikt í viðtali að allir væru búnir að geyma hvers vegna það slitnaði upp úr stjórnarsamstarfinu við Bjarta framtíð og Sjálfstæðisflokksins, töldu margir það vanvirðingu við þolendur og aðstandendur kynferðisbrota, baðst Benedikt svo afsökunar á ummælunum og sagði þau klaufaleg.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Benedikt segir að ástæðan fyrir afsögn sinni sem formaður sé vegna slæms gengis flokksins í skoðanakönnunum: „Já, það er auðvitað það sem er alveg óásættanlegt og áhrif koma frá kjósendum. Við verðum að ná árangri á kjördag og ég er sannfærður um það að með nýjum formanni munum við ná þeim árangri sem flokkurinn og hans hugsjónir eiga skilið,“ sagði Benedikt í samtali við Vísi.

Aðspurður hvort kjósendur eigi von á áherslubreytingum þegar flokkurinn verður undir forystu Þorgerðar Katrínar: „Ég á nú ekki von á því nei, ég held að við höfum verið mjög samstíga við Þorgerður og reyndar við öll í þingflokknum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.