fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Alþjóðadagur gegn dauðarefsingu er í dag

Auður Ösp
Þriðjudaginn 10. október 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag eru liðin 40 ár frá sögulegri yfirlýsingu gegn dauðarefsingunni. Sífellt færri ríki beita dauðarefsingunni í dag. Fram kemur í tilkynningu frá Amnesty Internation að þau ríki sem verja dauðarefsinguna og beita henni fækki sífellt.

Hin sögufrægu „Stokkhólmsyfirlýsing“, var fyrsta alþjóðlega stefnuyfirlýsingin um afnám dauðarefsingarinnar. Yfirlýsingin var gefin út árið 1977 sem ákall til ríkisstjórna heims um að afnema refsinguna með öllu:

„Þegar ríki beita valdi sínu til að taka fólk af lífi þá er líklegt að auðvelt sé að brjóta öll önnur réttindi. Ríkisvaldið getur ekki gefið líf, það ætti ekki að dirfast að taka líf.“

Þegar yfirlýsingin var gefin út höfðu aðeins 16 ríki, átta í Ameríku og átta í Evrópu, afnumið dauðarefsinguna með öllu í lögum eða framkvæmd. Í dag hafa 105 ríki afnumið dauðarefsinguna að fullu. Til viðbótar hafa 36 ríki ógilt dauðarefsinguna þegar um glæpi eins og morð ræðir eða eru hætt að beita dauðarefsingunni í reynd enda þótt hún gildi enn í lögum.

Árið 2016 beittu aðeins 23 ríki aftökum en mikill meirihluti þeirra átti sér stað í örfáum ríkjum það er að segja Kína, Íran, Sádí-Arabíu, Írak og Pakistan.

Á þessu ári er alþjóðlegi baráttudagurinn gegn dauðarefsingunni helgaður tengslunum á milli dauðarefsingarinnar og fátæktar. Í tilkynningu Amnesty Internation kemur jafnframt fram að rannsóknir sýni fram á að fólk sem býr við bágstödd kjör sé hlutfallslega verr sett gagnvart dómskerfinu og eru oftar þolendur dauðarefsingarinnar.

„Fólk sem býr við bág efnahagsleg og félagsleg kjör kann að eiga erfitt með að ráða verjendur til að gæta hagsmuna sinna. Færni fólks til að kynna sér hinar ýmsu hliðar dómskerfisins fer einnig eftir lestrarkunnáttu og hvort það hefur sterkt félagslegt tengslanet á bak við sig.“

Á alþjóðlegum baráttudegi gegn dauðarefsingunni vekur Amnesty International athygli á ákalli vegna Hoo Yew Wah, fanga á dauðadeild í Malasíu. Hann hlaut dóm fyrir fíkniefnaviðskipti eftir að hafa verið handtekinn árið 2005 og dæmdur til dauða. Amnesty International skorar á stjórnvöld í Malasíu að milda dóminn yfir Hoo Yew Wah.
Hoo Yew Wah bjó við bág efnahagleg og félagsleg kjör en hann hætti í skóla og tók að vinna sem kokkur á veitingastað utandyra þegar hann var aðeins 11 ára. Hann var 20 ára þegar hann framdi sitt fyrsta og eina brot sem fól ekki í sér ofbeldi. Hann óskaði eftir mildun dóms frá soldáninum af Johor-fylki sem hefur vald til að náða Hoo Yew Wah.
„Ef mér yrði veitt tækifæri vil ég sanna að ég hef breyst. Ég vil leita mér að sómasamlegri vinnu og verja lífi mínu í að annast móður mína.“

Fíkniefnaviðskipti falla ekki undir skilgreininguna á „alvarlegustu glæpunum“ sem beiting dauðarefsingarinnar verður að miðast við samkvæmt alþjóðalögum. Að auki var dauðarefsingin sem Hoo Yew Wah hlaut lögboðin, en slíkt er bannað samkvæmt alþjóðlegum mannréttindalögum.

„Amnesty International er móti dauðarefsingunni í öllum tilvikum án undantekninga óháð eðli eða aðstæðum glæpsins, sekt eða sakleysi eða öðru tengdu einstaklingnum, eða aðferðum sem ríkið beitir til að taka fólk af lífi.
Dauðarefsingin brýtur gegn réttinum til lífs eins og lýst er yfir í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Hún er hin endanlega grimma, ómannúðlega og niðurlægjandi meðferð og refsing,“

segir jafnframt í tilkynningu samtakanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun