fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Stjórnmálaleiðtogar svara um kannabis

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 1. október 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

  1. Mun ykkar flokkur styðja frumvarp Pawels Bartoszek eða sambærilegt frumvarp um lögleiðingu kannabis sem gæti komið fram?
  2. Hver er ykkar stefna varðandi ræktun, sölu og vörslu kannabisefna?
  3. Hefur þú prófað kannabis einhvern tímann á lífsleiðinni?

Alþýðufylkingin

Þorvaldur Þorvaldsson
1. „Ég hef ekki kynnt mér það nægilega vel en við höfum stutt tillögur um skaðaminnkun sem Píratar lögðu fram á sínum tíma.“
2. „Fyrst og fremst að afglæpavæða neysluna en beita sér gegn dreifingu efnanna. Við munum hugsanlega móta ítarlegri stefnu á næstunni.“
3. „Nei, reyndar ekki. Ég kynntist þessu þegar ég var ungur maður og fannst þetta ekki áhugavert. Ég leiddi þetta hjá mér þegar ég lenti í slíkum aðstæðum og lét mig hverfa.“

Björt framtíð

Óttar Proppé
1. „Ég styð afglæpavæðingu og skaðaminnkandi úrræði. Mér finnst þetta frumvarp ganga of langt eins og það er sett fram.“
2. „Skaðaminnkandi úrræði eru mikilvæg og afglæpavæðing er hluti af því að koma í veg fyrir einangrun neytenda kannabisefna.“
3. „Já ég hef prufað kannabisefni þegar ég var yngri og bjó í Bandaríkjunum. Oftar en einu sinni en ekki mjög oft því ég var aldrei mjög hrifinn af þessu.“

Dögun

Pálmey Gísladóttir
1. „Nei. Út frá heilbrigðissjónarmiði myndi það ekki koma til greina af minni hálfu en ég get ekki talað fyrir alla.“
2. „Þetta er fíkniefni, þetta er misnotað og það er mjög erfitt að koma á eftirliti með ræktun og sölu. Lögleiðing myndi sennilega telja fólki trú um að það yrði eftirlit með þessu en ég sé það ekki gerast. Misnotkunin myndi halda áfram og þjóðfélagið bíða skaða af.“
3. „Nei, ég hef ekki gert það.“

Flokkur fólksins

Inga Sæland
1. „Nei.“
2. „Þetta varðar við lög. En aftur á móti get ég ekki séð neitt því til fyrirstöðu að leyfa þeim sem eru taugasjúklingar eða alvarlega veikir að nýta sér lækningarmátt þessarar jurtar. Við myndum vilja hafa þetta lyfseðilsskylt.“
3. „Nei.“

Framsóknarflokkurinn

Sigurður Ingi Jóhannsson
1. „Við höfum ekki tekið afstöðu til frumvarps sem við höfum ekki séð, það er hvernig það myndi líta út í raun og veru. Hluti forvarna er að horfa opnum augum á vandann en okkar fyrsta skoðun er ekki sú að vandinn verði leystur með því að auka aðgengið.“
2. „Þegar kemur að lýðheilsumálum, eins og til dæmis áfengismálum, þá höfum við talað fyrir því að það þurfi miklu meira fjármagn í fræðslu fyrir börn, unglinga og foreldra, og forvarnir. Við höfum lesið skýrslur og hlustað á sérfræðinga sem hafa bent á miklar afleiðingar aukningar kannabisneyslu á síðustu árum, eins og til dæmis geðrof. Þetta hefur ekki verið rannsakað nóg.“
3. „Nei, það hef ég ekki gert.“

Píratar
Birgitta Jónsdóttir
1. „Ég get ekki svarað fyrir þingflokkinn. Ég er ekki á leiðinni í framboð.“
2. „Stefna Pírata í þessum málum er að þetta verði gert í áföngum og við viljum byrja á afglæpavæðingu. Fólk lendir í vandræðum út af sakaskránni, til dæmis með að fá vinnu. Við erum á móti blóðsýnatöku á vinnustöðum og höfum lagt áherslu á að lögleiða lyfjahamp. Persónulega er ég hlynnt því að sem mest sé löglegt.“
3. „Já, það hefur áður komið fram. Ég reykti kannabis þegar ég var unglingur en það fer mjög illa í mig. En ég er heldur ekki hrifin af áfengi. Mér finnst best að vera með skilningarvitin í lagi.“

Samfylkingin
Logi Einarsson
1. „Við erum á móti lögleiðingu kannabisefna. Mér finnst það skrítin skilaboð, nú þegar birtist fjöldi frétta af ungu fólki sem glímir við geðræn vandamál vegna hassneyslu, að leggja þetta frumvarp fram núna.“
2. „Við viljum milda refsistefnu þannig að refsing við vörslu neysluskammta sé ekki þung eða jafnvel engin. Fyrst og fremst þarf að leggja pening í forvarnir og við erum tilbúin að koma að mótun stefnu sem dregur úr notkun.“
3. „Já, ekki oft.“

Sjálfstæðisflokkurinn
Bjarni Benediktsson
1. „Nei, mér finnst algjörlega fráleitt að ræða þetta mál núna.“
2. „Ég vísa í stefnu flokksins, við höfum ekki verið að leggja þetta til.“
3. „Nei.“

Viðreisn
Benedikt Jóhannesson
1. „Ég hef tekið þá prinsippafstöðu að svara aldrei skoðanakönnunum af þessu tagi. Þegar verið er að spyrja um þingmál þá svara ég því í þinginu.“
2. „Ég man nú ekki til þess að það hafi verið sérstaklega fjallað um þessi mál í stefnuskrá flokksins.“
3. „Nei.“

Vinstri græn
Katrín Jakobsdóttir
1. „Ég hef ekki lesið þetta frumvarp en við höfum beitt okkur fyrir afglæpavæðingu en ekki lögleiðingu.“
2. „Sú stefna að eiga við fíkniefnavandann með stríðstóni og harðri refsistefnu hefur beðið skipbrot. Við teljum mikilvægara að horfa til afglæpavæðingar, en með lögleiðingu væri verið að taka málið talsvert lengra.“
3. „Nei.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi