Fréttir

Dagur tók mynd af debetkortinu sínu – Stuttu síðar var hringt í hann frá Valitor

Einhver í Indónesíu var að nota kortið hans

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 9. október 2017 18:26

Klukkan 11:16 í morgun tók kvikmyndagerðamaðurinn Dagur de‘Medici Ólafsson mynd af debetkortinu sínu á símann sinn. Stafirnir á kortinu voru við það að hverfa og vildi hann vera viss um að geta verslað með kortinu í gegnum internetið.

„Myndin fór bara í „Camera Roll“ í símanum mínum og sennilega uploadaði síminn myndinni á „iCloud“-ið mitt líka,“ segir Dagur í Facebook færslu.

Klukkan 11:46 eða nákvæmlega þrjátíu mínútum síðar hringir neyðarsími Valitor í Dag og greinir honum frá því að einhver sé að nota kortið hans í Indónesíu.

Dagur veltir því fyrir sér hvort um tilviljum sé að ræða eða hvort það sé mögulega einhver leið fyrir glæpamenn í Indónesíu að komast yfir myndir í símum hjá fólki, jafnvel með einhverskonar forriti sem greinir kredit- og/eða debetkort.
Dagur lokaði að sjálfsögðu fyrir kortið sitt samstundis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bíll Dótlu Elínar gufaði upp í Kópavogi: „Þarna hefur einhver verið mjög fljótur að hugsa“

Bíll Dótlu Elínar gufaði upp í Kópavogi: „Þarna hefur einhver verið mjög fljótur að hugsa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Bretlands líkir landsliði Senegal við sólstrandarsölumenn: „Ég kannast við þessa frá ströndinni í Marbella“

Einn ríkasti maður Bretlands líkir landsliði Senegal við sólstrandarsölumenn: „Ég kannast við þessa frá ströndinni í Marbella“