Fréttir

Sóðaleg kosningabarátta

Ritstjórn DV
Laugardaginn 7. október 2017 18:30

Kosningabaráttan fer heldur friðsamlega af stað að minnsta kosti á yfirborðinu. Enginn stjórnmálamaður hefur stigið fram með óvenju stór gífuryrði í garð annarra flokka fyrir utan Jimmie Savile ummæli Smára McCarthy og samlíkingar Brynjars Níelssonar á Samfylkingunni og Hugo Chavez.

Þó ber á sóðaskap, margir notendur Fésbókar hafa tekið eftir kostuðum færslum nafnleysingja þar sem búið er að eiga við myndir af frambjóðendum á ósmekklegan hátt, YouTube-notendur sömuleiðis, auk ómálefnalegra límmiða á strætisvagnaskýlum. Vonandi verður slíkur skæruhernaður ekki framtíð íslenskrar kosningabaráttu. Forystumenn flokkanna ættu að senda skýr skilaboð til síns fólks um að slíkt megi ekki gerast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tour of Reykjavík 2018