Fréttir

Óhugnanlegt morðmál: Kona í trúðabúningi bankaði upp á

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 1. október 2017 19:00

Þann 26. maí árið 1990 var dyrabjöllunni á heimili Marlene Warren í Flórída hringt. Marlene fór til dyra og fyrir utan stóð kona í trúðabúningi; hún var með blóm og litríkar blöðrur með áletrunum eins og: „Þú ert best“.

Konan í trúðabúningnum beið ekki boðanna heldur dró upp skammbyssu og skaut Marlene í andlitið. Marlene lést í skotárásinni og í kjölfarið hófst rannsókn lögreglu, rannsókn sem átti eftir að kosta blóð, svita og tár.

Nú, rúmum 27 árum síðar, hefur konan sem grunuð er um morðið verið handtekin. Hún heitir Sheila Keen Warren en á þeim tíma sem morðið var framið hafði hún átt í leynilegu ástarsambandi með eiginmanni Marlene, Michael Warren.

Michael og Sheila unnu saman en strax eftir morðið komst lögreglan að því að þau hefðu átt í ástarsambandi. Af þeirri ástæðu var Sheila meðal grunaðra en lögregla taldi sig ekki hafa nægileg sönnunargögn til að ákæra hana.
Tveimur árum eftir morðið var Michael dæmdur í fangelsi fyrir fjársvik og sat hann inni í þrjú ár. Árið 2002 gekk hann svo í hjónaband með annarri konu, títtnefndri Sheilu Keen Warren.

Flest benti til þess að málið myndi aldrei leysast en árið 2014 hófst rannsóknin á nýjan leik. Það sem tengdi Sheilu við morðið voru niðurstöður DNA-rannsóknar sem þótti sýna að hún hefði verið á vettvangi þegar morðið var framið. Sheila hefur því verið ákærð fyrir morðið en ekki liggur fyrir hvort fyrrverandi eiginmaður Marlene – og núverandi eiginmaður Sheilu – verði einnig ákærður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Dauði Denise
Fréttir
Í gær

Bjarni telur sig vita hver kveikti í bænahúsi Votta Jehóva – Hettuklæddur brennuvargur í Árbæ –„Satan, þú getur ekki stöðvað Jehovah“

Bjarni telur sig vita hver kveikti í bænahúsi Votta Jehóva – Hettuklæddur brennuvargur í Árbæ –„Satan, þú getur ekki stöðvað Jehovah“
Fréttir
Í gær

Bróðir Jönu ítrekað sendur heim af sjúkrahúsinu á Akureyri í sjálfsvígshugleiðingum – Hvattur til að flytja suður

Bróðir Jönu ítrekað sendur heim af sjúkrahúsinu á Akureyri í sjálfsvígshugleiðingum – Hvattur til að flytja suður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Danir hrauna yfir Íslendinga: Sjá tækifæri til að senda innflytjendur og múslima til Íslands – Athugasemdakerfi Extra Bladet logar

Danir hrauna yfir Íslendinga: Sjá tækifæri til að senda innflytjendur og múslima til Íslands – Athugasemdakerfi Extra Bladet logar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Andri um hátíðina á Þingvöllum: „Þetta var sérkennileg lífsreynsla“

Guðmundur Andri um hátíðina á Þingvöllum: „Þetta var sérkennileg lífsreynsla“