Mánudagur 17.desember 2018

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Kaupþingskaldhæðni örlaganna

Fréttir

Óhugnanlegt morðmál: Kona í trúðabúningi bankaði upp á

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 1. október 2017 19:00

Þann 26. maí árið 1990 var dyrabjöllunni á heimili Marlene Warren í Flórída hringt. Marlene fór til dyra og fyrir utan stóð kona í trúðabúningi; hún var með blóm og litríkar blöðrur með áletrunum eins og: „Þú ert best“.

Konan í trúðabúningnum beið ekki boðanna heldur dró upp skammbyssu og skaut Marlene í andlitið. Marlene lést í skotárásinni og í kjölfarið hófst rannsókn lögreglu, rannsókn sem átti eftir að kosta blóð, svita og tár.

Nú, rúmum 27 árum síðar, hefur konan sem grunuð er um morðið verið handtekin. Hún heitir Sheila Keen Warren en á þeim tíma sem morðið var framið hafði hún átt í leynilegu ástarsambandi með eiginmanni Marlene, Michael Warren.

Michael og Sheila unnu saman en strax eftir morðið komst lögreglan að því að þau hefðu átt í ástarsambandi. Af þeirri ástæðu var Sheila meðal grunaðra en lögregla taldi sig ekki hafa nægileg sönnunargögn til að ákæra hana.
Tveimur árum eftir morðið var Michael dæmdur í fangelsi fyrir fjársvik og sat hann inni í þrjú ár. Árið 2002 gekk hann svo í hjónaband með annarri konu, títtnefndri Sheilu Keen Warren.

Flest benti til þess að málið myndi aldrei leysast en árið 2014 hófst rannsóknin á nýjan leik. Það sem tengdi Sheilu við morðið voru niðurstöður DNA-rannsóknar sem þótti sýna að hún hefði verið á vettvangi þegar morðið var framið. Sheila hefur því verið ákærð fyrir morðið en ekki liggur fyrir hvort fyrrverandi eiginmaður Marlene – og núverandi eiginmaður Sheilu – verði einnig ákærður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Fáar beiðnir um fyrirtöku mála hjá Hæstarétti samþykktar

Fáar beiðnir um fyrirtöku mála hjá Hæstarétti samþykktar
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Fáar tilkynningar til lögreglu vegna gruns um refsivert athæfi lækna við útgáfu lyfseðla

Fáar tilkynningar til lögreglu vegna gruns um refsivert athæfi lækna við útgáfu lyfseðla
Fréttir
Í gær

Sóli Hólm ósáttur: Gert grín að slysi bróður hans

Sóli Hólm ósáttur: Gert grín að slysi bróður hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Facebook logar vegna kattarmyndbands Jóhanns: Biðst innilega afsökunar – handlék hræið og grínaðist – „Þetta er gífurleg óvirðing“

Facebook logar vegna kattarmyndbands Jóhanns: Biðst innilega afsökunar – handlék hræið og grínaðist – „Þetta er gífurleg óvirðing“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hringdi á lögreglu vegna gruns um lík á útidyratröppunum

Hringdi á lögreglu vegna gruns um lík á útidyratröppunum
Fyrir 2 dögum

Spurning vikunnar: Hvað myndir þú gera ef þú ynnir milljarð í lottó?

Spurning vikunnar: Hvað myndir þú gera ef þú ynnir milljarð í lottó?